Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 38

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 38
Útivist Þingmenn á hlaupum Textí: Sigurður Bogi Sævarsson Myndir: Geir Ólafsson Súrefni í lungun og blóðið á hreyfingu. Hver kannast ekki við hve góða tilfinningu þetta gefur - sem er þess utan alveg meinholl. Á sama tíma og kyrrseta fyrir framan tölvuskjáinn verður æ stærri hluti af lífi nútímafólks eykst þörfin fyrir að hreyfa sig reglulega. Þá gildir einu hvort farið er í sund, ræktina eða út að hlaupa eins og margir gera reglulega. Þingmenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning. Ský ræddi við hlaupagikki á löggjafarsamkomunni. Þórunn Sveinbjarnardóttir Þá missi ég allan damp ... „Mér finnst nauðsynlegt að stunda reglulega hreyfingu. Ef ekki þá missi ég allan damp og hef minni orku til starfa. Samhengið í þessu er ósköp einfalt. Ég hef líka margoft fundið að taki maður kannski klukkustund í að fara út að ganga skilar sá tími sér margfalt til baka. Með reglubundinni hreyfingu er hreinlega hægt að bæta fleiri klukkustundum inn í sólarhringinn," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður Samfylkingar. Hún kveðst reyndar illu heilli ekki hafa stundað hlaup nú um nokkurn tíma en sé þeim mun duglegri að fara út í gönguferðir með dóttur sinni, Hrafnhildi Ming. Gengið í Garðabæ „Við búum hér á Hraunsholti í Garðabæ þar sem eru margar skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu, hvort sem leiðin liggur hér með ströndinni eða inn í bæinn. Við mæðgur förum þessar slóðir oft og þá situr hún gjarnan í þríhjólakerrunni sinni. En við einskorðum gönguferðirnar svo sem ekki baraviðGarðabæinn, förum líka oft inn í Reykjavík og göngum stíginn sem liggur við ströndina í Skerjafirðinum." Stafagangan er skemmtileg Þórunn er nýlega farin að stunda stafagöngu, eftir að hafa sótt námskeið í slíku arki á dögunum. „Ég prófaði stafagönguna í vetur og fannst hún mjög skemmtileg. Þess vegna vildi ég læra aðeins betur hvernig maður ætti að bera sig að við þetta og varð ekki fyrir vonbrigðum. Að ganga með stafina tvo reynir meiraáefri hluta líkamans en alla jafna þegar maður er ágöngu. Jafnframt mýkir ganga með stöfum allt álag og hlífir hnjánum, sem verða verst úti þegar maður hleypur." „Með reglubundinni hreyfingu er hreinlega hægt að bæta fleiri klukkustundum inn í sólarhringinn." ský 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.