Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 34

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 34
Fyrsta bílferð yfir Sprengisand í ágúst 1933 Byggt á dagbók Jóns J. Víðis Valdimar, Jón, Einar og Sigurður. Leiðin yfir Sprengisand úr Bárðardal er nú farin á einum fimm, sex tímum á jeppum og þykir ekki tiltökumál. Sumir tala jafnvel um að malbika veginn og brúa þær ár sem enn eru óbrúaðar. Þegar leiðin var aðeins farin á hestum var þetta miklu meirafyrirtæki og því skiljanlegt að menn hefðu fljótt áhuga á að nýta bíla á þessari frægu leið. Einn þessara eldhuga var Jón J. Víðis landmælingamaður, sem var í þjónustu Vegagerðarinnar í meira en hálfa öld, en á árunum í kringum 1930 var hann farinn að huga að bílferðum um óbyggðir. Hann ræddi það við félaga sína að gaman væri að reyna að fara í bíl yfir Sprengisand, en þeir töldu það í fyrstu fjarstæðu. En það varð þó til þess að þeir fóru í alvöru að hugleiða málið. Jón og félagi hans Einar Magnússon, menntaskólakennari og síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík, fóru að huga að leiðarlýsingum og ræddu við staðkunnuga. Ekkert landabréf var um þessar mundir til af hálendinu, nema kort Björns Gunnlaugssonar og kort Þorvalds Thoroddsens, sem hvorugt var mjög nákvæmt. Jón dró upp leiðina milli byggða, eftir korti Þorvalds og færði þar inn á upplýsingar frá bónda sem hafði gefið honum greinargóðar upplýsingar. Þar kom að þeir fóru að trúa því að leiðin norður Sprengisand væri fær og voru nú ákveðnir í því að freista að komast þessa leið í bíl. En það var ekki fyrr en í ágúst 1933 að förin var farin. Til hennar völdust auk Jóns og Einars Valdimar Sveinbjörnsson, leikfimikennari við Menntaskólann, og Sigurður bílstjóri fra Laug var til í Sprengisandsævintýrið. Gamall Fordbíll sem þeir höfðu áður notað til fjallaferða var dubbaður upp fyrir ferðina. Þeir lögðu af stað vopnaðir kortinu fyrrnefnda, próförk af landmælingakortum sem þá voru að koma út og kompás. Jón héltdagbókogtók myndir íferðinni ogferðasagan hér er byggð ský 34 Útivist á dagbókinni og víðast notað orðalag Jóns. Jakob Hálfdanarson, minjavörður Vegagerðarinnar, var mjög hjálplegur við að útvega efnið og myndir og er honum þökkuð veitt aðstoð. Af stað Þeir félagar lögðu af stað úr Reykjavík 14. ágúst 1933. Fordbíllinn var óyfirbyggður, 4 manna bíll, frá 1927. Engin sæti voru aftur í, en þar var raðað matvælakössum, tjaldi, svefnpokum og ýmsum öðrum útbúnaði og loks var þar stór sívalur bensíntankur, úr öðrum bíl. Yfir farangurinn var breitt segl. Utan á bílinn var raðað bensínbrúsum og þarvoru líka tjaldsúlur. Einar og Valdimar sátu aftur í bílnum og ofan á farangrinum, en Jónsatfram í. Þaðvarhellirigningþegarþeiróku upp Laugaveginn °g út úr bænum. Þeir voru í regnkápum, með sjóhatta, en höfðu að auki yfir sér heljarmikla regnhlíf, sem enn er til. Þó hentaði illa að hafa hana uppi ef bíllinn var á ferð. Mörgum árrisulum borgarbúa varð starsýnt á þennan leiðangur. Á Selfossi fengu þeir ýmsar nauðsynjar til ferðarinnar, kaðla, planka, járnkarl, skóflur og í mjólkurbúinu tóku þeir mjólk, rjóma og skyr til ferðarinnar. Það rigndi mikið þetta sumar og vegir voru því víða illa farnir. í Múla hittu þeir Guðmund bónda Árnason og spurðu hann hvaða álit hann hefði á þessu uppátæki. „Þið komist norður af," sagði Guðmundur, „en blessaðir sendið mér skeyti þegar þið komið að Mýri." Þar fengu þeir 210 lítra af bensíni en höfðu auk þess 15 lítra. Frá Rjúpnavöllum óku þeir glerharða greiðfæra slétta vikursanda, sem nefnast Árskógar, upp undir Sölvahraun. Þar skiptust leiðir: Fjallabaksvegur í austur og Sprengisandsvegur í vesturjaðri Sölvahrauns. Hér brá til tíðinda. Sigurður var einn í bílnum en hinir gengu. Skyndilega sjá göngumenn rjúka úr bílnum, Sigurður stansar og kastar öllu lauslegu af bílnum og þegar hinir komu lafmóðir til hans hafði honum tekist að kæfa eldinn. Það tók nokkurn tíma að koma öllu í lag, m.a. urðu þeir að færa rafgeyminn. Klukkan níu um kvöldið komu þeir að Tungnaá við ferjustaðinni í Haldinu, en þangað voru 158 km frá Reykjavík. Þeir ákveða að ferja nokkuð af farangrinum yfir, en skildu bílinn eftir. Hvernig flutt skal yfir á? Daginn eftir var bjart veður, logn og heitt af sólu. Eftir morgunhressingu reru þeir til baka yfir ána og fóru að glíma við að koma bílnum norður yfir. Á ferjustaðnum í Haldinu eru þverhníptir hamrar að ánni að sunnanverðu, en að norðan eru lágar flatar klappir. Niður að ánni að sunnan er kleif milli klettanna, allbrött, stutt brekka. Niðri við ána víkkar kleifin. Þar voru geymdir þrír ferjubátar. Þeir félagar bundu kaðal aftan í bílinn og létu hann svo síga niður að ánni. Svo var stærsti báturinn tekinn til þess að ferja bílinn. Báturinn var ekki breiðari en svo að setja þurfti planka undir hægra afturhjólið. Ferðin yfir ána gekk vel. En þó bíllinn væri kominn yfir ána var þrautin ekki unnin þennan dag. Undir kvöldið sökk bíllinn í aurbleytu í dæld. Þeir báru þá allt af bílnum og lyftu honum upp með trjám. Þennan fyrsta dag fóru þeir nálægt 18 km og leiðin greiðfær að öðru leyti en að framan er rakið. Næsta dag var talsverð yfirferð, víðáttumikið landflæmi, lágar ávalar melbungur, en á milli þeirraýmist mýraflákar eða blautar leirur, en um landið kvíslast ótal ár og lækir. Þeir forðast mýrarnar og árnar sem mest og alltaf rættist úr fyrir þeim. Um kvöldið hafði þykknað í lofti. Þennan dag höfðu þeir komist um 50 km. Fimmtudaginn 17. ágúst tóku þeir daginn snemma. Sólin kom upp klukkan fjögur, það var logn og fjöllin lauguð sól, hvergi skýhnoðra að sjá. Um sexleytið lögðu þeir af stað úr tjaldstað. Ferðin sóttist vel til að byrja með, en ekki höfðu þeir ekið lengi þegar við tóku sandbleytur þar sem þeir þurftu að draga bílinn og ýta yfir leirur. Allt gekk það vel og þeir héldu réttri ský 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.