Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 44

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 44
-Kvikmyndir---------------------- The Legend of Zorro Lífseig hetja þeirra sem minna mega sín * IOKTOBER verður frumsýnd í Bandaríkjunum The Legend of Zorro, sem er óbeint framhald af The Mask of Zorro, sem gerð var fyrir sjö árum og naut mikilla vinsælda. Það er Antonio Banderas sem leikurZorro eða Don Alejandro de la Vegaeins og hans raunverulega nafn er. Eiginkonu hans, hina fögru Elenu de la Vega, leikur Catherine Zeta Jones og endurtaka þau hlutverk sín frá því í The Mask ofZorro, en í þeirri mynd kynntust þau. Þau kynni urðu stormasöm í upphafi, Zorro tókst þó að temja hina villtu Elenu og nú eru þau sem sagt gift og búa í San Francisco. Hafa þau komið sér vel fyrir og eru virt af borgarbúum. Þau eiga einn son, Joaquin, sem er orðinn tíu ára og hefur ekki hugmynd um fortíð föður síns. Þegar ríkir og miskunnarlausir landeigendur fara illa með launþega sína stenst de la Vega ekki mátið og klæðist Zorro-búningnum og kemur til bjargar. Hann þarf þó aðstoð í þetta skiptið og er það Elene sem setur upp Zorro-grímuna. Og eins og vænta má þegar þau sameina krafta sína þá er fátt til varnar. Margar útgáfur af Zorro Zorro er ein af lífseigustu hetjum hvíta tjaldsins og hafa verið gerðar margar kvikmyndir um hetjudáðir hans og sjónvarpsseríur sýndar. Zorro kemur fyrst fram á sjónarsviðið árið 1919 þegar fyrrverandi lögreglumaður, Johnston McCulley, skrifaði söguna The Curse Of Capistrano, sem fjallaði um son ríks landseiganda, Don Diego de la Vega, sem las Ijóð ádaginn og vará móti ofbeldi. Þetta var skjólveggur hans því að á nóttunni setti hann upp svarta grímu og kallaðist þá Zorro, sem þýðir refur á spænsku. Sjálfsagt hefur McCulley orðið fyrir áhrifum af ævintýrum Hróa hattar, auk þess sem ýmsar þjóðsögur voru á kreiki í Kaliforníu um hetjur sem börðust gegn spillingu og óréttlæti. Ári eftir að sagan kom út leit fyrsta kvikmyndin um Zorro dagsins Ijós. The Mark ofZorro hét hún og það var ein skærasta stjarna þöglu kvikmyndanna, Douglas Fairbanks, sem lék kappann. Myndin naut mikilla vinsælda og síðar lék Fairbanks í framhaldsmynd sem hét Don Q, Son Of Zorro. Næsta útgáfan af Zorro var gerð 1940 og hét einnig The Mark of Zorro. Tyrone Power, sem þá var ein af skærustu kvikmyndastjörnunum í Hollywood, lék Zorro og naut sú mynd sömuleiðis mikilla vinsælda. Síðan má segja að Zorro-mynd hafi komið fram reglulega og eru margar útgáfurnar skrautlegar, eins og The EroticAdventures ofZorro, Chost ofZorro og svo hin bráðfyndna Zorro, The Cay Blade. Þekktustu Zorro-myndirnar hafa verið gerðar í Hollywood, en Spánverjar, Mexíkanar og ítalir hafa einnig verið duglegir að gera Zorro-myndir. Þekktust þeirra er Zorro, frá árinu 1975, þar sem Alain Delon lék hetjuna. Hvað sjónvarpið varðar hafa bæði verið gerðar teiknimyndaseríur og leiknar seríur. Má þar nefna eina vinsæla sem Disney sýndi seint á sjötta áratugnum. Frá Zorro yfir í Bond Leikstjóri Legend of Zorro er Martin Campbell, sem einnig leikstýrði The Mask of Zorro. Campbell er Nýsjálendingur, sem fyrst vakti athygli fyrir leikstjórn bresku sjónvarpsmyndarinnar Edge of Darkness, sem vann til margra verðlauna. Hafði hann þá leikstýrt þáttum í mörgum þekktum sjónvarpsseríum, eins og Bergerac og The Professional. í kjölfarið leikstýrði hann nokkrum kvikmyndum sem vöktu litla athygli. Það var ekki fyrr en honum var falið að leikstýra James Bond myndinni Coldeneye (1995) að hjólin fóru að snúast. Strax þar á eftir komu The Mask of Zorro, Vertical Limit og Beyond Borders. Hann leikstýrir næstu Bond- mynd, Casino Royale, sem mikið hefur verið fjallað um, þar sem enn hefur enginn verið ráðinn til að leika sjálfan Bond. Hvað varðar Zorro þá hefur hann átt góða lífdaga fram að þessu og ekkert bendir til að hann sé á útleið. Má til marks um það nefna að einn þekktasti rithöfundur heims, Isabel Allende, er nýbúin að senda frá sér nýja skáldsögu, Zorro: A Novel, þar sem hún endursegir söguna um Zorro og gerir það meistaralega að mati gagnrýnenda. Egl ský 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.