Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 56

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 56
FJÖLSKYLDJFYRIRTÆKI Þó að allt leiki í lyndi meðan frumkvöðulsins nýtur við, myndast oft brestir þegar hann fellur frá. Þeir sem reka fjölskyldufyrirtæki skilja oftast ekkert í því hvers vegna þeir og þeirra fjölskyldur séu í endalausum vandræðum með sín fyrirtæki meðan öll önnur fyrirtæki virðast ganga ágætlega. En þetta er ekkert óvenjulegt, nær öll fjölskyldufyrirtæki ganga einhvern tíma í gegnum mikla kreppu, stundum fjárhagslega en oftar tilfinningalega. Vandinn hvílir eins og mara á mörgum fjölskyldufyrirtækjum. Og þar sem ættartrénu verður ekki breytt eru lausnirnar ekki alltaf augljósar. Höfundur Benedikt Jóhannesson Á undanförnum árum hafa rótgróin fjölskyldufyrirtæki verið seld hér á landi eftir að hafa verið áratugi í sömu fjölskyldunni. Fyrir þessu er eflaust engin ein ástæða. Verð kann að vera hagstætt nú um stundir, en það er líka svo að rekstur fjölskyldufyrirtækja er að mörgu leyti öðruvísi en annarra fyrirtækja. Líklega kemur fáum á óvart að munur geti verið á fyrirtækjum eftir eignarhaldi. Almælt er að í fyrirtæki sem „enginn á", til dæmis ríkisfyrirtæki eða sjálfseignarstofnanir, skorti þann aga eða frumkvæði sem náist í fyrirtækjum í einkaeign. Samkvæmt þeirri kenningu ætti fyrirtæki að vera þeim mun betur rekið sem það er nær eiganda sínum. Þess vegna kemur það kannski á óvart hve mörg vandamál fylgja fjölskyldufyrirtækjum, þótt sjaldnast komi þau upp á yfirborðið. Að lokum leiða erfiðleikarnir samt oft til þess að fyrirtækin og fjölskyldurnar lenda í vandræðum. En hvers vegna skyldi þetta eignarhald sem ætti samkvæmt eðlilegum kenningum að vera með því heppilegasta til rekstrar svo oft valda erfiðleikum og er greinilega í vörn? DRAUMURINN í Bandaríkjunum er goðsögnin um innflytjandann, sem kemur með tvær hendur tómar, stofnar sitt fyrirtæki og verður milljónamæringur, furðu lífseig. Mannskepnan er eigingjörn svo ágrind og metnaður dregur menn áfram. Það þarf annars konar einstakling til þess að hefja eigin atvinnurekstur en þann sem vill frekar vinna hjá öðrum. Hann þarf bæði ákveðinn metnað, en jafnframt vissa áhættufíkn. Hægt er að fullyrða að stofnun fyrirtækis með eigin fé henti ekki vel þeim sem eru taugatrekktir að eðlisfari. Sá sem ætlar að stofna fyrirtæki þarf hugmynd og að geta hrint henni í framkvæmd. Til þess þarf þekkingu, en oftar en ekki fjármagn. Þetta skýrir hvers vegna fjölskyldufyrirtækin vaxa oftast hægt. Frumkvöðullinn getur leitað til annarra um að fjármagna hugmyndina með hlutafé, en þá hefur hann valið aðra leið og fyrirtækið verður ekki fjölskyldufyrirtæki. Til þess að búa til vinnufjármagn verður eigandinn að vinna hörðum höndum, langan vinnudag og taka lítið frí, auk þess sem hann getur lítið tekið út úr fyrirtækinu. Þetta hefur ekki sérstaklega upplífgandi áhrif á fjölskyldulífið ef eigandinn er einn að. Stundum eru bæði hjón á kafi í rekstrinum og börnin látin taka til hendinni um leið og þau geta. Þetta getur orðið til þess um leið og aðrir koma til starfa að til eru tvenns konar starfsmenn, „venjulegir" og fjölskyldan. Það er ekki víst að þessi flokkun hafi góð áhrif á vinnugleðina. Almennir starfsmenn þora kannski ekki að koma með sama hætti fram við ættingja eigandans og þeir gera við aðra á vinnustaðnum. En þótt stofnandinn gæti sín oft vel í upphafi og taki peninga ekki út úr fyrirtækinu, þá er ekki óvenjulegt að þegar betur fer að ganga fari að gæta ákveðins „hóglífis" í rekstrinum. Eigandinn fer að láta fyrirtækið greiða fyrir sig ýmsa neyslu, til dæmis bifreiðar, ferðalög og laxveiðar. Stundum eru þessar sporslur skattalegs eðlis, þ.e. fyrirtækið og eigandinn njóta bæði ákveðins hagræðis af slíku fyrirkomulagi. Þetta skaðar í sjálfu sér ekki fyrirtækið meðan laun greidd með þessum hætti verða ekki óeðlilega há. Hættan vex ef lúxusinn kemur ofan á eðlilegt laun eigandans. Samt er það ekki algengt að eyðsla stofnanda ríði góðu fyrirtæki að fullu. Miklu verra er þegar fyrirtæki vex eigandanum yfir höfuð. Meðan stofnandinn getur sjálfur fylgst með hverju smáatriði í rekstrinum þarf hann ekki að óttast svo fremi að hann hafi hæfileika til stjórnunar á annað borð. Dómgreind stofnendanna er oft ekki jafn góð og greind þeirra, þeir ofmeta sjálfa sig og vantreysta starfsmönnum. Það skref er stórt að fela öðrum verkefni sem undirmaðurinn ber algera ábyrgð á og vinnur ekki eftir forskrift. Mörgum frumkvöðlinum veitist nær ómögulegt að stíga slíkt skref. Á þessu stigi málsins fer hann að kalla á börn sín til stjórnunar. Ef ábyrgð á að færast til þá telur stofnandinn betra að hún haldist innan fjölskyldunnar. Þessi hugsun er ekki alvitlaus. Börnin eiga að erfa fyrirtækið og er ekki rétt að þau beri hluta af ábyrgðinni? Hér koma ýmis sjónarmið upp. Sá sem er af eignalausum foreldrum er óháður, meðan hinn sem á að erfa stórfyrirtæki er eins og krónprins sem ekki getur skorið á naflastrenginn og orðið kokkur eða listmálari ef hugur hans stefnir til þess. Þó er krónprinsinn í betri aðstöðu heldur en barn eigandans. Hann er þó bara einn sem erfir ríkið, hversu mörg sem systkinin kunna að vera. Fátítt er að frumkvöðlar sýni þá tillitssemi að skilja bara eftir eitt barn. MARTRÖÐIN Fyrsti vandi þess sem byrjar að vinna í fjölskyldufyrirtækinu er að honum finnst að hann sé ekki sjálfs síns herra. Hann sé dreginn inn íhringiðu sem hann kærir sig ekkert um. Auðvitað gæti hann sagt nei, en hann er nú einu sinni eigandi, annað hvort nú þegar eða í náinni framtíð. Svo vilja menn væntanlega síður neita foreldrum sínum um greiða, jafnvel þótt hann sé af þeirri stærðargráðu að fórna öðrum tækifærum. Fórnin er líka kannski ekkieinsstórogmönnumgæti virst.Mörg börn feta í fótspor foreldranna, og verða læknar, sjómenn eða þingmenn, þótt engareignir reki þátil þess. Frásjónarhóli stofnandans er þetta snilldarleikur, hann er að venja barnið við meðan hann getur enn leiðbeint því. Dæmi eru um að uppeldi af þessu tagi gangi vel upp. Rockefellerfeðgarnir voru tveir stórjöfrar í olíuveldi föðurins og fimm synir þess yngra hafa orðið áhrifamenn í krafti eigin getu, en eflaust með hjálp ættarnafnsins. í fjórðu kynslóð fjölskyldunnar eru margir sem hafa náð langtíviðskiptumeðastjórnmálum.Aðrar útgáfur eru til í þekktum ættum. Henry Ford eldri vildi gera mann úr syni sínum Edsel, en fannst svo lítið til hans koma þegar allt kom til alls. Sonurinn kiknaði á endanum undan álaginu og dó langt um aldur fram. Það var svo sonarsonurinn, Henry yngri, sem tók við fyrirtækinu. Enn þann dag í dag er afkomandi gamla mannsins við stjórnvölinn í fyrirtækinu. Áður er að því vikið að erfitt getur verið að skipta einu fyrirtæki milli margra barna. Þau geta örugglega ekki öll stjórnað því samtímis. Katharine Craham var dóttir útgefanda stórblaðsins Washington Post. Hún sýndi ein fimm barna áhuga á útgáfunni og svo fór að faðir hennar lét hana og mann hennar fá blaðið allt, en greiddi reyndar systkinum hennar hlut sem virtist álíka verðmætur ský 56 ský 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.