Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 42

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 42
Kvikmyndir Clint Eastwood er án efa einn frægasti maður sem til íslands hefur komið: Eflist með aldrinum Texti: Hilmar Karlsson hinum hverfula kvikmyndabransa í Hollywood, eru annaðhvort útbrunnir og gleymdir eða vel að hvíldinni komnir. Ekki þó Eastwood, hann hefur aldrei verið frjórri og styrkur hans er mikill. Það sanna síðustu tvær kvikmyndir hans, Mystic River og Million Dollar Baby, sem segja okkur að hann er enn á hátindi ferils síns, er eftirsóttur leikari og leikstjórnarferill hans hefur ekki risið hærra. Það er erfitt að finna einhverja eina skýringu á goðsögninni Clint Eastwood, hann er margslunginn karakter þótt ekki virðist hann flókinn á yfirborðinni, hæglátur, kemur hreint og beint fram og er yfirleitt beinskeyttur í svörum. Töffaraímyndin kemur úr kvikmyndunum og þá sérstaklega spaghetti-vestrunum og Dirty Harry myndunum. Leikur hans í þessum kvikmyndum og fleiri álíka þar sem töffaraímyndinni er viðhaldið eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Það er nú samt leikstjórinn Clint Eastwood sem hefur öðlast virðingu samtímans. Um leikferilinn segir hann: „Enn sem komið er muna flestir eftir mér sem hasarmyndaleikara, sem er í sjálfu sér i góðu lagi. Það er ekkert rangt við það. Eg vona þo að í framtíðinni verði einnig munað eftir mér fyrir þær kvikmyndir þar sem ég tók áhættu." Það fór ekki fram hjá neinum að Clint Eastwood dvaldi á íslandi ásamt fríðu föruneyti við tökur á nýjustu kvikmynd sinni Flags of our Fathers, kvikmynd sem gerist í seinni heimstyrjöldinni og segir frá einum örlagaríkasta atburði styrjaldarinnar, innrásinni á eyna Iwo Jima þar sem 26.000 bandarískir hermenn og 22.000 japanskir hermenn létu lífiö á einum mánuði. Fjallar myndin um mennina sem reistu bandaríska fánann á hæð á eynni. Sá atburður var festur á Ijósmynd sem er löngu heimsfræg. Flags of our Fathers er gerð eftir samnefndri bók James Bradley, en faðir hans, John Bradley, var einn hinna sex ungu manna sem reistu fánann og sá eini þeirra sem lifði að verða gamall maður. Er hann sögumaður í myndinni og leikinn af Ryan Philippe. Sá hluti sem tekinn er á íslandi er það sem allt snýst um, sjálf innrásin, og var Sandvík á Suðurnesjum valin vegna sandsins svarta. Þegar bókin kom út árið 2000 vakti hún strax mikla athygli og Eastwood reyndi strax eftir lestur hennar að kaupa kvikmyndaréttinn. Sú tilraun hans bar ekki árangur þar sem Steven Spielberg var á undan honum. Þegar Spielberg frétti af áhuga Eastwoods sá hann sér leik á borði, bauð Eastwood að leikstýra myndinni og að hann yrði framleiðandi. Varla er hægt að hugsa séráhrifameira par í bandaríska kvikmyndaheiminum og þegarferill þessara tveggja snillinga er skoðaður er ekki annað hægt en að bíða með tilhlökkun eftir útkomunni. Þar sem Flags of the Fathers hefst á því að atburðir eru rifjaðir upp og verið er að heiðra John Bradley og fleiri hermenn, þá er ekki laust við að hugurinn staðnæmist við stórvirki Spielbergs, Saving Private Ryan (1998), sem fjallaði að hluta til um innrásina í Normandí en í byrjun þeirrar myndar er einnig eldri maður að rifja upp atburði. Eastwood þarf að gera vel til að standast samanburðinn og er víst að flestir treysta honum til þess, meðal annars Spielberg. Kostnaðurinn við Flags of our Fathers er talin nema um 90 milljón dollurum. Hún er langdýrasta kvikmynd sem Eastwood hefur leikstýrt og er þrisvar sinnum dýrari en Óskarsverðlaunamynd hans Million Dollar Baby. Vestrar í upphafi Clint Eastwood á farsælan feril að baki svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Hann er 75 ára gamall og á þeim aldri sem langflestir, sem tengjast ský 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.