Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 18

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 18
 Tveir knattspyrnumenn. Albert Guðmundsson sem leikur með 7. flokki KR og langafi hans og alnafni sem var fyrsti atvinnumaður islands. Guðmundur er fæddur og uppalinn á Akureyri og hóf mjög ungur að leika með Þór. Hann var aðeins 15 ára þegar hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik og þá var honum skipt inn á í Þórsliðinu gegn Val. Hann var þá yngsti leikmaðurinn sem hafði spilað með meistaraflokki í efstu deild. í Valsliðinu voru á þessum tíma leikmenn eins og Þorgrímur Þráinsson, Sævar Jónsson og Einar Páll Tómasson sem Guðmundur segir að hafi verið nánast ógnvekjandi miklu stærri en hann og miklir reynsluboltar. í millitíðinni hafði hann leikið með yngri flokk- um Fram. Guðmundur segir að í æsku hafi hann átt fullt af fyrirmynd- um á knattspyrnuvellinum. Það hafi ekki síst verið leikmenn meistaraflokks Þórs, en erlendis hafi það til dæmis verið Mara- dona, enda hafi hann ekki verið hár í loftinu frekar en hann sjálfur! Frá Akureyri lá leiðin í atvinnumennsku í Belgíu en þaðan kom hann heim meiddur, hafði raunar farið þangað einnig meiddur þremur árum áður. Guðmundur telur að hefði hann lent í þessum meiðslum hér heima hefði hann sennilega hætt í fótboltanum. í KR vegna Guðjóns Þórðarsonar „En ég var ekki sáttur við það að hætta, knattspyrnan var og er það skemmtilegasta sem ég geri. Þegar ég kom heim 1994 lá leiðin aftur í Þór og síðan til KR og loks í Val í sumar. Aðal- ástæðan fyrir því að ég fór í KR var að Guðjón Þórðarson þjál- faði liðið og mér fannst það mjög spennandi. Þessi ár hjá KR voru bæði sæt og súr, en krafan til leikmanna er líklega meiri þar en hjá öðrum félögum hérlendis. Þar er ekkert nógu gott nema það besta. Enda er það ekki fyrir alla að spila með KR og standa undir pressunni! En þetta á að efla leikmenn og þeir eiga að njóta þess að spila undir svona pressu. Ég er gríðarlega hreykinn af því að vera í því liði sem loks vann íslandsmeistara- titilinn eftir 30 ára fjarveru frá Vesturbænum. Ég vann fjóra Is- landsmeistaratitla og tvo bikartitla með KR og er líklega sá núlif- andi leikmaður sem flesta titla hefur unnið með félaginu!" - Það undruðust margir að þú skyldir ganga í Val, ekki sist vegna þess að þar var tekinn við þjálfun Willum Þór sem hafði þjálfað KR og ekki gefið þér mörg tækifæri sumarið 2004. ský 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.