Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 62

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 62
Útivist Kristín Einarsdóttir með nemendum sínum úr Smáraskóla í hjólaferð á Syðri Fjallabaksleið. „Svona ferðalög hafa inngrip í glettilega margar námsgreinar." Á fjöllum skapast Texti og mynd: Sigurður Bogi Sævarsson „Krökkunum þykja fjallaferðir bæði vera ögrandi og skemmtilegar því á fjöll- um skapast hópkennd sem lifir lengi," segir Kristín Einarsdóttir, kennari við Smáraskóla í Kópavogi. Þar í skólanum er sú hefð við lýði að byrja vetrarstarf í efstu bekkjum á ferðalögum upp um fjöll og firnindi og reyndar fara allir bekkir í einhver ferðalög strax á haustmánuðum. Starfið í áttunda bekk skólans hófst á því að nemendur örkuðu Laugaveginn svonefnda frá Landmannalaugum og suður í Þórsmörk í fjögurra daga ferð. Kristín leiddi síðan hjólareiðaferðir níunda og tíunda bekkjar og hún var einmitt á ferðinni með rúmlega 30 nemendur úr elsta árganginum sem Ský hitti snemma hausts við Hvanngil á Syðri Fjallabaksleið. Tilfinningin slast inn Smáraskóli tók til starfa árið 1994 og þá í upphafi þurfti að móta starfshætti og hefðir í samfélagi skólans. Kristín, sem hefur mikið stundað ferðalög um dagana, hóf kennslu við skólann á fyrstu starfsvetrum hans og fann strax hvað til síns friðar heyrði. „Eins og ungra kennara er háttur var égfull hugsjóna og vildi breyta heiminum. I gönguferð með manninum mínum um Laugaveginn fékk ég þá hugmynd að sniðugt gæti verið að fara ferð um þessar slóðir með nemendum mínum. Þetta gekk eftir og fyrstu Laugavegsferðina gekk ég með nemendum síðla sumars 1997. Fyrst fann ég aðeins fyrir efasemdum af hálfu foreldra um þessar ferðir sem töldu þær vera hættuspil, en það viðhorf heyrst ekki í dag," segir Kristín, sem síðustu árin hefur einbeitt sér að reiðhjólaferðunum. „Minningar úr þessum ferðum eru með því sem er efst í hugskoti krakkanna þegar skólastarfi vetrarins lýkur. Vinaböndin sem þarna myndast fylgja krökk- unum um langa hríð, vil ég halda. Auðvitað eru svona ferðir erfiðar en með því að fara hægt yfir og æja reglulega eru þær á flestra færi. Svona ferðalög hafa inn- grip í glettilega margar námsgreinar, til dæmis lífsleikni, náttúrufræði og fleira. hópkennd Það er alltaf gaman á fjöllum og það breytir ef til vill ekki öllu á hvaða slóðir við förum með krakkanna. Skemmtilegur félagsskapur skiptir þau meiru. Engu að síður síast með tímanum áhugi og tilfinning fyrir landinu inn í vitund þeirra smátt og smátt." Vandamálin leysast Á þessu hausti hjóluðu nemendur í 9. bekk Smáraskóla um 100 km leið frá Landmanna- helli og niður í Eldgjá. Tíundabekkingar hjóluðu frá Laufafelli við Syðri-Fjallabaks- leið að Markarfljótsbrú við Einhyrning en þar í millum eru tæplega fimmtíu km. „Við förum alltaf fjögur fullorðin með krökkun- um í hjólreiðaferðir, tveir kennarar, hjálpar- sveitarmaður og einn handlaginn með verk- færakistu til að gera við hjólin ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er full þörf á slíku. Annars hefur þetta gengið mjög óhappalítið og við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist. Við teljum okkur sjá árangur í sam- skiptum krakkanna og þau hafa til dæmis sjálf nefnt að einelti og önnur vandamál hafi verið leyst í þessum ferðum." ^0 ský 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.