Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 36

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 36
_ Útivist---------------------- stefnu. Við tók urðardrag og þá þurftu þeir að ryðja burtu grjóti. Öræfin eru að miklu leyti melar og svartir sandar en árnar eru helstu farartálmar. Ekki bætti það úr skák fyrir ferðalöngunum að þeir þekktu ekki árnar eða vöðin vel. Fjórðungakvísl er eitt þessara fallvatna. Brattir melar liggja að henni þar sem þá bar að, en nokkrum spöl neðar hverfur áin í gljúfur milli hárra þursabergshamra. Þeir ruddu leiðina niður að farveginum og leituðu þar til þeir komust yfir á góðu vaði. Fararskjótinn þurfti sína umhirðu. Auk þess að fylla hann bensíni þurfti hann nú að fá nýtt „lovband" sem Jón kallar svo, sem var bremsuband sem hélt bílnum í lága gírnum (low). Cott var að geta unnið að þessu í skjóli við stóru regnhlífina, í napurri norðangolu en í Tungnafellsjökli sáu þeir að komin var blindhríð. Þeir höfðu valið leiðina jafnóðum og þeir óku áfram, reynt að þræða hæstu hryggi, svo sem unnt var, en valið aðalstefnuna eftir fjarlægum kennileitum. Skyndilega óku þeir inn á varðaðan Sprengisandsveginn, breiðan greiðfæran ruddan veg ávesturbakka Fjórðungsvatns. Þaðvakti þægilegaöryggiskennd að vera nú loks á vegi. Um kvöldið tjölduðu þeir norðan við vatnið, en þá var þungt í lofti. Brátt fór að rigna og áður en varði var komið norðan hríðarveður. Það var gott að halla sér eftir um 55 km áfanga sem var að baki. En ekki voru þeir áhyggjulausir. Það voru a.m.k. 70 km til byggða norðanlands og allra veðra von. Enda kom það á daginn að veðrið hélt fyrir þeim vöku og sífellt snjóaði. Skyldu þeir þurfa að skilja bílinn eftir og ganga til byggða? Nú var vissulega gott að vera kominn á varðaðan veg Vaknað í skafli Þegar þeir vöknuðu daginn eftir var hálfrökkur í tjaldinu. Úti var ökklasnjór og enn snjóaði. Þeir drifu sig á fætur, hristu það mesta af snjónum af bíl og farangri og nú biðu þeir þess með óþreyju hvort bíllinn færi í gang. Hann var tregur. Loks er Sigurði hugkvæmdist það snjallræði að „snapsa" bílinn, eins og hann kallaði það, og upp af honum stigu snögglega eldtungur, þá komst vélin í gang öllum til mikils léttis. Bensínbirgðir grafnar upp við Tungnaá. Hinir gengu á undan bflnum, þræddu vörðurnar, en það var hálfblint, og ekki sást á milli þeirra í hríðinni. Landið var líka fremur ógreiðfært og grýtt. Snjórinn olli bílnum litlum vandræðum, þótt sums staðar hafi dregið í skafla, sökum þess hve laus hann var. Rétt norðan við Tjarnardrag var efsti punktur ferðarinnar, í 826 m hæð yfir sjávarmáli. Nú gátu þeir aftur ekið eftir korti, Ijósprentaða kortinu af nyrðri hluta leiðarinnar. Leiðin er grýtt og ógreiðfær og í hádeginu koma þeir að Kiðagilsá, sem rennur í stórgrýttu dragi, 20 m breið og 40-50 sm djúp. Þeir fóru yfir ána ofan við vaðið og tók það þá fullan hálftíma. Nú var hætt að snjóa og tók snjó ört upp því regnið streymdi niður úr loftinu. í Kiðagili dvöldust þeir um þrjá tíma, fengu sér að borða og kaffi á eftir. Rigningunni slotaði, en komin var svo dimm þoka að þeir fundu ekki varðaða veginn, en óku eftir áttavita um hríð. Brátt byrjaði að rigna á ný og þegar rigningin magnaðist tjölduðu þeir klukkan hálf átta í skjóli við bílinn í fátæklegu mosadragi um 3 km norðan við Fossgilsmosa. Þeim fannst ónotalegt að setjast þarna að, blautir úr opnum bílnum. Þennan dag hafði þeim miðað hægt, ekki meira en 30 km. Laugardaginn 19. ágúst vöknuðu þeir kl. 6:00. Tjaldið var rennvott og ýmislegt hafði blotnað. Bíllinn reyndist tregur í gang, og enn varð Sigurður að „snapsa" hann. Veður var þurrt en sólarlítið. Leiðin lá eftir greiðfærum götum niður Mjóadal sem er þröngur, en upp hlíðarnar teygja sig lyngi vaxnir gróðurgeirar, sem voru mikil viðbrigði frá flatneskju og gróðurleysi öræfanna. Nú fannst þeim að þeir væru að koma til byggða, enda var búið í Mjóadal, þó að bærinn væri nú kominn í eyði. Það héldu bílstjóranum engin bönd og þeir bruna áfram eftir greiðfærum hlemmigötum. Þessum fjörspretti „gamla Fords" létti ekki fyrr en langt niðri í dal, en þá komst hann ekki lengra, framundan var gróið land, djúpar hestagötur og kargaþýfi. í fyrsta sinn í allri ferðinni urðu þeir að snúa við. Af þessu varð allmikil töf því ekki óku þeir alla leiðina til baka upp dalinn, heldur klöngruðust upp austurbrekkuna og lentu þar í ótal lækjaskorningum, moldarbörðum og urðarskriðum. Loks komust þeir upp á hálsinn milli Mjóadals og íshólsdals og óku suður undir Ytri-Mosa, fyrir drög íshólsdals og austur á Á Tungnaá, bíllinn er stærri en báturinn. ský 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.