Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 25

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 25
Bókmenntir Bókaþjófurinn mikli Texti Benedikt Jóhannesson Mynd: Geir Ólafsson Það var spennandi haustdagur í október 2003 hjá Margaret Ford. Einmitt svona dagar gerðu starfið hjá uppboðshúsinu Christie's í London skemmtilegt. Hún hafði fengið pakka með sextán bókum frá föstum viðskiptavini í Þýskalandi og tók upp gamla bók í góðu ástandi. Þetta var skáldverk eftir spænskan höfund, Bartolomeé de Torres Naharro, Propalladia hét hún, prentuð í Napólíárið 1517. Margaret strauk eftir kilinum og fletti blaðsíðunum varlega. Bókin var algerlega heil og ósködduð, fyrsta útgáfa af þessari sjaldgæfu bók. í uppsláttarriti sá hún að það voru ekki til nema tvö eintök af bókinni í heiminum svo vitað væri. Annað á Spænska ríkissafninu í Madrid og hitt á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Það síðarnefnda var eina heila eintakið. Og hér hafði hún annað þeirra. Þetta var sannarlega æsandi dagur. Hún fór yfir bókina til þess að leita að merkingum eða stimplum sem gætu sagt til um sögu hennar. Bókin var í venjulegu 18. aldar bandi og á einni af fyrstu síðunum vantaði hægra hornið eins og það hefði verið klippt af. A tveimur öðrum bókum í bögglinum sem hún hafði fengið frá Þýskalandi var skjaldarmerki. Kannski komu bækurnar frá einhverjum konungi eða aðalsmanni. Mörg konungleg bókasöfn í Evrópu höfðu verið seld þegar konungsveldin féllu. Með þvi að fletta upp í skjaldarmerkjabók sá hún að þetta merki var frá Danmörku. Þetta var merkilegt. Margaret ákvað að lesa fleiri uppsláttarrit. Þar kom fram að bókin á Konunglega bókasafninu var í venjulegu 18. aldar bandi, og eitt hornið hafði verið klippt af einni af fremstu síðunum til þess að fela verðið. Þetta var óþægileg tilviljun. Hún fletti aftur upp skjaldarmerkinu og þá kom í Ijós að það hafði verið notað til þess að merkja bækur á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Margaret Ford hringdi í lögfræðideild uppboðshússins. Hver er þjófurinn? Arið 1978 logaði allt í illdeilum í dönsku menningarlífi vegna Konunglega bókasafnsins. Það hafði komið í Ijós að fjölmargar verðmætar bækur voru horfnar, einstæðar bækur sem flestar voru aðeins til í örfáum eintökum í heiminum. Hundruð, jafnvel þúsundir bóka höfðu horfið allt frá sjötta áratugnum. Ogekkert virtist stöðva þjófinn. Margar kenningar voru um það hver gæti staðið á bak við þjófnaðinn. Það voru margir pólskir starfsmenn á safninu, í ýmsum viðhalds- og gæsluverkefnum. Lá það ekki beint við að þeir hefðu stolið bókunum? Þeir gátu auðveldlega komið bókunum í verð, sem væri að vísu undir markaðsvirði, en væri samt sem áður auðæfi fyrir þá. Eða þá Austur-Þjóðverjar. Þeir höfðu hampað Marteini Lúter sem merkum umbótamanni og mörg ritin sem höfðu horfið voru einmitt eftir hann. Cæti ekki verið að kommúnistaleiðtogarnir vildu persónulega eiga frumrit þessa merka frumkvöðuls? í dagblaðinu Politiken skrifaði læknir grein um það að hann vissi hver hefði stolið bókunum. Læknirinn hafði sjálfur fengið ákæru um að hafa ólöglega framvísað fíkniefnum til 174 af sjúklingum sínum. Hann neitaði að leggja fram sjúklingaskrárnar vegna þess að í þeim væru upplýsingar sem gætu komið flestum sjúklingunum í fangelsi. Meðal annars bókaþjófnum. Lögreglan stökk á þessa vísbendingu og krafðist þess að skrárnaryrðu opnaðar. Eftir mikinn málatilbúnað tapaði læknirinn, lögreglan las skrárnar og fann ekkert. í yfirheyrslum sagðist læknirinn vera búinn að gleyma því hver hinn seki væri. Niðurstaðan var sú að hann hefði logið þessu upp til þess að rugla málaferiin gegn sér. Flestum fannst ólíklegt að einhver af fræðimönnunum á safninu hefði stolið bókunum. Fræðimenn eru einfaldlega ekki glæpamannstýpur. Og þó. Paul Raimund Jorgensen, sem var einn af deildarstjórunum, var undarlegur fýr. Reyndar voru margir mjög undarlegir starfsmenn á bókasafninu. Hertha Kirketerp-Möller vann í handritadeildinni þar sem geymd voru handrit frá Austurlöndum. Hún var ekki grunuð því að enginn passaði safnið eins vel og hún. Þegar Arabi sem hafði vanið komur sínar á lessalinn fór að bjóða ungri stúlku sem vann á safninu út varaði Hertha hana við: „Það er bara eitt sem hann vill," sagði hún, „handritin". Kollega hennar, yfirmaður Austurlandadeildarinnar, Frede Möller-Kristensen, var heidur ekki beinlínis venjulegur. Hann ský 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.