Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 52

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 52
Hús í sveit Stórleikarinn Pálmi Gestsson á heimaslóðum í Bolungarvík: Eilífðarverkefni listamanns „Á sínum tíma var rekin sú undarlega stefna hér í Bolungarvík að rífa helst öll gömul hús. Um 1990 bjargaði faðir minn því að hús foreldra móður minnar yrði rifið, eins og þá stóð til. í fyrra lét hann mér húsið svo eftir og í sumar hef ég svo staðið í framkvæmd- um við endurbætur og lagfæringar. Ætlaði reyndar að gera lítið í sumar, en þegar ég var kominn af stað var ómögulegt að hætta," segir Pálmi Gestsson leikari. í afahúsi. „Auðvitad kostar þetta talsverða peninga þannig að maður tekur þetta bara skref fyrir skref." I sumar er Pálmi búinn meðal annars að skipta um klæðningu á húsinu og dytta að grindinni, en almenftt segir hann husið vel farið þó að viðhaldi á því hafi verið Irtið sinnt. Grindin er geirnegld Stórleikarinn Pálmi, sem þjóðin þekkir vel úr Þjóðleikhúsinu og Spaugstofunni, er fæddur og uppalinn í Bolungarvík og bjó þar fram yfir tvítugt, þegar hann fór suður til Reykjavíkur í leiklistarnám. Áður hafði hann numið trésmíðaiðn hjá Jóni Friðgeiri Einarssyni, byggingameistara Bolvíkinga, og nú sem aldrei fyrr kemur sér vel að kunna að halda á hamri og sög. Við endurbygginguna í sumar hefur Pálmi svo einnig notið liðsinnis Bolvíkingsins Guðmundar Óla Kristinssonar sem er sérfræðingur í endurgerð gamalla húsa. Með Guðmundi hefur verið Jón Steinar sonur hans - og þriðji maðurinn er þjóðhag- inn Magnús Ólafs Hansson. í gegnum árin segist Pálmi alltaf hafa komið reglulega á sínar gömlu slóðir vestra og segist væntanlega munu gera meira af því nú þegar hann hefur eignast þar sitt eigið hús. Sem fyrr segir áttu amma og afi Pálma húsið lengi eða fram undir 1960. „Ég fæddist í þessu húsi árið 1957 og þarna bjó ég með foreldrum mínum fyrstu mánuðina. Tengslin við þetta hús og raunar allt hér í Bolungarvík eru því óneitanlega mjög sterk." Jon Nordsteien arkitekt hefur verið ráðgjafi Pálma við endur- byggingu hússins. Reynt er að nálgast upprunalega gerð þess, en húsið var byggt árið 1900 og stækkað um 1930. Þetta er elsta húsið í Bolungarvík. „Ég er búinn að rífa gamla járnklæðningu utan af húsinu og skipta út gamalli glerull. Síðan erum við búnir að vera að dytta að grindinni sem er öll negld saman með frönskum lásum eða geirneglingu eins og stundum er sagt. Al- mennt er húsið nokkuð þokkalega farið þótt það hafi staðið autt í allmörg ár og verið lítið kynt." Móralskur stuðningur Að rækta garðinn sinn og gera upp húsið sitt er viðfangsefni sem lýkur aldrei. Er eilífðarverkefni. „Auðvitað kostar þetta talsverða peninga þannig að maður tekur þetta bara skref fyrir skref. Það er gaman að skynja þann áhuga og móralska stuðning sem gamlir sveitungar sýna þessu brölti mínu. Mér finnst mjög róandi að komast vestur og þegar maður hefur verið undir miklu álagi í leiklistinni er gott að geta komist í aðra veröld eins og hér. Horfið svona aftur til upprunans og þeirra slóða sem eru manni kærastar. Að eiga svona athvarf er nokkuð sem allir listamenn þurfa á að halda," segir Pálmi Gestsson.53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.