Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 51

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 51
Dúi Landmark kvikmyndagerðarmaður á hús á Siglufirði: vinna á Keflavíkurflugvelli og fjölskyldan öll fylgdi svo suður árið eftir. Þar með yfirgáfum við Strandirnar, enda tækifærin annars staðar. Þegar ég eignaðist húsið fyrir fjórum árum hafði það verið í niðurníðslu um langt skeið. Því þurfti að fara í miklar endurbætir, svo sem skipta um alla einangrun, lagnir og milli- veggi auk þess sem skipt var um bárujárnsklæðningu að utan. Auðvitað voru þessar endurbætur talsvert dýrar, enda varð ég að fá iðnaðarmenn f vinnu. Sjálfur get ég ekki mikið í svona framkvæmdum, er algjör þumalputti eins og maður segir." í tengslum vid bæjarbraginn Stalheppin að finna þetta litla og skemmtilega hús segir Dúi Landmark um hús sitt á Siglufirði Björnshús og Klukkufell Hús Gunnars stendur við Kópnesbraut og er byggt árið 1913, af Guðjóni snikkara sem Strandamenn nefndu svo. „Þegar afi minn, Björn Björnsson, eignaðist húsið, var farið að tala um Björnshús og sá sem keypti húsið af foreldrum mínum, þeim Þórði Björnssyni og Guðrúnu Guðbjörnsdóttur, fékkst stund- um við viðgerðir á úrum eða öðru slíku. Af því spratt að farið var að tala um Klukkufell. Sjálfur er ég ekki viss um hvort ég nefni húsið eitthvað eða hvort við höldum okkur við að tala um Kópnesbraut 9." SSl „Okkur langaði að eignast dvalarstað úti á landi, þar sem við gætum verið í tengslum við bæjarbrag og iðandi mannlíf. Við höfðum lítinn áhuga á að vera í sumarhúsabyggð. Því vorum við alveg stálheppin að finna þetta litla og skemmtilega hús á Siglufirði, en ég á einmitt rætur nyrðra og dvaldist þar mikið í æsku hjáömmu minni ogafa," segirDúi Landmark kvikmynda- gerðarmaður. Eftir stíl síns tíma Sex ár eru liðin síðan Dúi og eiginkona hans, Jórunn Þórey Magnúsdóttir, eignuðust húsið góða, sem stendur á horni Hvanneyrarbrautar og Þormóðsgötu. Þetta er lítið 35 fermetra járnklætt timburhús, byggt árið 1921, og er glöggt dæmi um byggingarstíl síns tíma. „Þetta er eitt af þessum alþýðuhúsum sem menn urðu hreinlega að smíða á hnjánum á sér og hafa mikið fyrir. Það er ekki mikið eftir af svona húsum því meira hefur verið haldið upp á stærri hús frá þessum tíma." Stutt í Héðinsfjörð Dúi segir fjölskylduna reyna að komast í húsið góða fyrir norðan í það minnsta tvær vikur á hverju sumri. „Við höfum þó illu heilli lítið komist norður í sumar, en ég vona að úr rætist í haust. Fyrir veiðimenn eins og mig er þetta drauma- staður því þarna er stutt á góða veiðistaði eins og í Fljótunum og í Héðinsfirði. Þegar farið er um Hestskarð er um tveggja og hálfrar stundar gangur yfir í perluna Héðinsfjörð, en þá er maður sem kominn í aðra veröld sem brátt verður þó komin í alfaraleið með jarðgangagerð," segir Dúi sem segir Siglufjörð samfélag með sterk sérkenni - og nefnir þar gestristni og seið sögunnar, sem sé reyndar óvíða sterkari. Effll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.