Ský - 01.09.2005, Síða 51

Ský - 01.09.2005, Síða 51
Dúi Landmark kvikmyndagerðarmaður á hús á Siglufirði: vinna á Keflavíkurflugvelli og fjölskyldan öll fylgdi svo suður árið eftir. Þar með yfirgáfum við Strandirnar, enda tækifærin annars staðar. Þegar ég eignaðist húsið fyrir fjórum árum hafði það verið í niðurníðslu um langt skeið. Því þurfti að fara í miklar endurbætir, svo sem skipta um alla einangrun, lagnir og milli- veggi auk þess sem skipt var um bárujárnsklæðningu að utan. Auðvitað voru þessar endurbætur talsvert dýrar, enda varð ég að fá iðnaðarmenn f vinnu. Sjálfur get ég ekki mikið í svona framkvæmdum, er algjör þumalputti eins og maður segir." í tengslum vid bæjarbraginn Stalheppin að finna þetta litla og skemmtilega hús segir Dúi Landmark um hús sitt á Siglufirði Björnshús og Klukkufell Hús Gunnars stendur við Kópnesbraut og er byggt árið 1913, af Guðjóni snikkara sem Strandamenn nefndu svo. „Þegar afi minn, Björn Björnsson, eignaðist húsið, var farið að tala um Björnshús og sá sem keypti húsið af foreldrum mínum, þeim Þórði Björnssyni og Guðrúnu Guðbjörnsdóttur, fékkst stund- um við viðgerðir á úrum eða öðru slíku. Af því spratt að farið var að tala um Klukkufell. Sjálfur er ég ekki viss um hvort ég nefni húsið eitthvað eða hvort við höldum okkur við að tala um Kópnesbraut 9." SSl „Okkur langaði að eignast dvalarstað úti á landi, þar sem við gætum verið í tengslum við bæjarbrag og iðandi mannlíf. Við höfðum lítinn áhuga á að vera í sumarhúsabyggð. Því vorum við alveg stálheppin að finna þetta litla og skemmtilega hús á Siglufirði, en ég á einmitt rætur nyrðra og dvaldist þar mikið í æsku hjáömmu minni ogafa," segirDúi Landmark kvikmynda- gerðarmaður. Eftir stíl síns tíma Sex ár eru liðin síðan Dúi og eiginkona hans, Jórunn Þórey Magnúsdóttir, eignuðust húsið góða, sem stendur á horni Hvanneyrarbrautar og Þormóðsgötu. Þetta er lítið 35 fermetra járnklætt timburhús, byggt árið 1921, og er glöggt dæmi um byggingarstíl síns tíma. „Þetta er eitt af þessum alþýðuhúsum sem menn urðu hreinlega að smíða á hnjánum á sér og hafa mikið fyrir. Það er ekki mikið eftir af svona húsum því meira hefur verið haldið upp á stærri hús frá þessum tíma." Stutt í Héðinsfjörð Dúi segir fjölskylduna reyna að komast í húsið góða fyrir norðan í það minnsta tvær vikur á hverju sumri. „Við höfum þó illu heilli lítið komist norður í sumar, en ég vona að úr rætist í haust. Fyrir veiðimenn eins og mig er þetta drauma- staður því þarna er stutt á góða veiðistaði eins og í Fljótunum og í Héðinsfirði. Þegar farið er um Hestskarð er um tveggja og hálfrar stundar gangur yfir í perluna Héðinsfjörð, en þá er maður sem kominn í aðra veröld sem brátt verður þó komin í alfaraleið með jarðgangagerð," segir Dúi sem segir Siglufjörð samfélag með sterk sérkenni - og nefnir þar gestristni og seið sögunnar, sem sé reyndar óvíða sterkari. Effll

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.