Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 50

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 50
_____Hús í sveit----- Afdrep utan borgar Texti; Sigurður Bogi Sævarsson Myndir; Ýmsir Landsbyggðin er í tísku. Á meðan byggðin á Reykjavíkursvæðinu þenst út og íbúum fjölgar á sú þróun sér einnig stað að sífellt fleiri kjósa tvöfalda búsetu. Það að að eiga afdrep utan borgarinnar og geta sótt þangað um helgar og jafnvel til lengri veru. Margir eiga sumarbústað til dæmis fyrir austan fjall eða í Borgarfirðinum, en margir velja sér líka að kaupa gömul hús í kauptúnum sem búa yfir sérstöku seiðmagni og aðdráttarafli. Sjávarþorp eins og Eyrarbakki og Stokkseyri standa alltaf fyrir sínu en Siglufjörður og þorp á Vestfjörðum og raunar margir staðir fleiri eru að koma sífellt sterkar inn. Margir þátttakenda í þessari þróun eiga rætur sínar úti á landi og hafa keypt hús bernsku sinnar. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til, segir máltækið og hafa þau orð heldur betur sannast í þróun síðastliðinna ára sem hér er gerð að umfjöllunarefni. GUNNAR ÞÓRÐARSON ER STRANDAMAÐUR í HÚÐ OG HÁR: Hólmavík var alltaf í blóðinu Þótt flestir tengi Cunnar Þórðarson við Keflavík liggja rætur hans ekki síður á Hólmavík. Þar er hann fæddur 1945 og vestraólsthannuppframtiláttaáraaldurs. „Hólma- vík var alltaf í blóðinu og því langaði mig að eignast samastað þar. Þegar ég sá gamla æskuheimilið mitt þar standa autt fór ég að sverma fyrir húsinu og fékk það á endanum. Það voru góð kaup og mér finnst frábært að dveljast vestra. Að vera þarna er eins og að komast í aðra veröld og sé maður með eitthvað ákveðið ítakinu er gott að skreppa vestur, kúpla sig frá öllu öðru og einbeita sér að því verk- efni. Síðast í ágúst var ég þrjá daga þarna og var þá að semja lögfyrir messu sem sungin verður í Skál- holti í desember," segir Gunnar Þórðarson. „Að vera þarna er eins og að komast í aðra veröld," segir Gunnar Þórðarson um hús sitt á Hólmavík. Forðum var húsið nefnt Kiukkufell en engin slíkt nafngift fylgir húsinu í dag. Algjör þumalputti Gunnar segir að úr æskunni hafi sitthvað að vestan alltaf setið eftir í hugskoti sínu og það séu góðar minningar. „Árið 1952 fór pabbi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.