Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 48

Ský - 01.09.2005, Blaðsíða 48
_ Hryðjuverk-------------------------- Dómsmálaráðherra hefur yfirstjórn með löggæslu á íslandi og ber því ábyrgð á vörnum gegn ofbeldi af öllu tagi. Ýmsar spurningar vakna í tengslum við hryðjuverk og hvort yfir höfuð sé hægt að verjast þeim. Björn Bjarnason hefur velt þessum málum fyrir sér og féllst fúslega á að svara nokkrum spurningum um málið. Er líklegt að nokkur vilji fremja hryðjuverk á íslandi? BB: Um það getur enginn fullyrt. Fyrir um 20 árum var hvalbátum sökkt í Reykjavíkurhöfn. Slíkt óhæfuverk má flokka undir hryðjuverk. Eru einhverjar vísbendingar um að menn vilji fremja hryðjuverk hér á landi? BB: Þegar alþingi samþykkti að hefja hvalveiðar að nýju sagði Paul Watson, sem sökkti hvalbátunum á sínum tíma, að það væru til aðrar leiðir en efnahagsþvinganirtil að fá menn ofan af hvalveiðum. Þetta var túlkað sem hótun af hans hálfu. Núhafaekki veriðframinhryðjuverkannarsstaðaráNorðurlöndum nýlega, hvers vegna ættum við að búast við þeim hér? BB: Ég veit ekki til þess að neinn sé í sjálfu sér að búast við hryðjuverkumhérenbæðihérogannarsstaðaráNorðurlöndum fylgjast menn með því sem er að gerast í þessum efnum, auk þess sem við tökum þátt í alþjóðasamstarfi til dæmis á vettvangi Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna, þar sem gerðir eru alþjóðasamningar um ráðstafanir í baráttunni við hryðjuverk. Með þátttökunni skuldbindum við okkur til að laga löggjöf okkar að ákvæðum þessara alþjóðasamninga. Hve margir starfa við varnir gegn hryðjuverkamönnum hér á landi? BB: Að tala um varnir gegn hryðjuverkum getur verið afstætt því að segja má að allt sem lagt er af mörkum af opinberri hálfu til að efla öryggi borgaranna sé til þess fallið að verja þá gegn hryðjuverkum eða öðru. Brugðist er við í samræmi við vána hverju sinni og sérsveit lögreglunnar er best þjálfaða sveitin til að takast á við hættulegustu aðstæður, en í henni verða 52 einstaklingar, þegar markmiðið sem sett var á síðasta ári um eflingu hennar, næst. Hversu miklu fé er varið til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk? BB: Á fjárlögum ríkisins er enginn liður eyrnamerktur aðgerðum gegn hryðjuverkum sérstaklega. Á heildina litið má segja að öllu fé til löggæslu, landhelgisgæslu og slökkviliðs eða annarra björgunarliða og bráðamóttöku sé varið til að koma í veg fyrir tjón af hryðjuverkum. Er herinn á Keflavíkurflugvelli hlekkur í varnarkeðju gegn hryðjuverkum? BB: Hann yrði vafalaust virkjaður á einhvern hátt ef hryðjuverk yrði til dæmis framið á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjamenn stofnuðu sérstakt heimavarnaráðuneyti til að auka öryggi gegn hryðjuverkum og það starfar við hlið varnarmálaráðuneytisins. Þessi verkaskipting er til marks um að ekki er litið á baráttuna gegn hryðjuverkum sem sérstakt verkefni herafla, en að sjálfsögðu er til hans kallað ef allt fer á versta veg og hið sama yrði væntanlega gert hér. Er herinn kannski skotmark og eykur þannig áhættu okkar? BB: Nei. Nú hefur þú lagt til að íslendingar taki að sér ýmis verkefni hersins. Myndi það breyta einhverju um hættuna á hryðjuverkum? BB: Nei. Menn hafa haldið því fram hér á landi að lögregla beiti hlerunum við hugsanlega hryðjuverkamenn án dómsúrskurðar. Er þetta rétt? BB: Nei, lögregla hefur ekki heimild til símhlerana án dómsúrskurðar. í sumum Evrópulöndum er fylgst sérstaklega með ákveðnum hópum, t.d. íslömskum bókstafstrúarmönnum. Er eitthvað slíkt gert hér á landi? BB: Hér eins og annars staðar er eftirlit með útlendingum. íslamskir bókstafstrúarmenn hafa ekki Iátið til sín heyra hér á landi eins og víða annars staðar. Hvaða lagasetning er nauðsynleg hér á landi í Ijósi þess að hryðjuverkamenn hafa gert áþreifanlega vart við sig í Bretlandi og Hollandi að undanförnu? BB: Ég sé í sjálfu sér ekki að við þurfum að breyta lögum okkar vegna atburða í Bretlandi og Hollandi, en við þurfum, eins og ég sagði hér að framan, að haga löggjöf okkar í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar okkar samkvæmt samningum sem við höfum gengist undir. Er ekki hætta á því að lög sem beint er gegn hryðjuverkamönnum geti heft frelsi einstaklinga? Hvar á að draga mörkin milli öryggis einstaklinganna og frelsis þeirra og réttar til einkalífs? Á tímum nasista í Þýskalandi var lögum sem sett höfðu verið gegn öfgahópum beitt gegn andstæðingum Hitlers. í Ijósi þess að nasistar komust til valda í kosningum, er ekki hætt við því að slík lög gætu breyst í andhverfu sína? BB: Jú, þessi hætta er fyrir hendi. Ég get ekki svarað því hvar á að draga þessi mörk, en við alla lagasetningu þarf að hafa þau í huga og við, sem unnum frelsi, viljum að sjálfsögðu hafa sem mest svigrúm til orða og athafna. Alls staðar þar sem lýðræði víkur fyrir einræði er traðkað á rétti hins almenna borgara. ský 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.