Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Síða 7
Formáli,
Það er siður erlendis að gefa árlega úl árbækur íþróttamanna
í hinum ýmsu íþróttagreinum. Eru þœr mjög vinsœlar meðal í-
þróttamanna og allra íþróttaunnenda, þar sem þeir fá þar á einum
stað glöggt yfirlit yfir íþróttaviðburði hvers árs.
Fyrir nokkrum árum var hér gerð tilraun til slíkrar útgáfu,
þar sem var Arbók knattspyrnumanna, er K.R.R. gaf út, en því
miður var þeirri útgáfu ekki haldið áfram.
I frjálsum íþróttum hefur slík árbók ekki komið út, né annað
rit, er flytti í einu lagi áreiðanlegar heimildir um afrek unnin
á því sviði ásamt öðrum fróðleik, er máli skipti. Er þó eigi þvi
til að dreifa, að hér sé eigi úr nœgu efni að velja, heldur mun
það miklu fremur vera full umfangsmikið og erfitt viðureignar.
Nú er hér hleypt af stokkunum Árbók frjálsíþróttamanna og
þar með gerð önnur tilraun til að gefa út árbók fyrir íslenzka
iþróttamenn. 1 rauninni hefur útgáfa þessi verið á döfinni nokk-
ur undanfarin ár, þótt eigi yrði hafist handa fyrr en nú. Hefur
undirbúningurinn kostað mikla vinnu og fyrirhöfn, sem að vísu
hefði mátt komast hjá að miklu leyti, ef Í.S.Í. hefði átt fullkom-
ið skýrslusafn yfir öll íþróttamót og annað, er að frjálsum íþrólt-
um lýtur. Þegar skýrsur í. S. í. þrutu, varð að leita í gömliirn
blöðum, innlendum og erlendum, tímaritum, bókum, leikskrám,
skýrslum einstakra manna, úlvarpsfréttum o. s. frv.
Að lokum viljum við undirritaðir, sem höfum haft ritstjórn
og útgáfu þessarar bókar á hendi, nota tœkifœrið og þakka þeim
mörgu einstaklingum, blöðum, félögum og fyrirtækjum, sem hafa
rétt okkur hjálparliönd með því að auglýsa í bókinni. — Munu
íþróttamenn vissulega festa sér nöfn þeirra allra í minni. Þá lief-
ur Í.S.Í. og átt hér góðan hlut að máli með því að styrkja útgáfuna.
Verði þessari árbók vel tekið mun útgáfunni haldið áfram
nœsta ár og svo koll af kolli.
Með íþróttakveðju
JÓHANN BERNHARD BRYNJ. INGÓLFSSON