Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 9

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 9
ÓLAFUR SVEINSSON: Upphaf frjálsra íþrótta á íslandi. Með stofnun og starfsemi ungmenna- og æskulýðsfélaga höfuð- staðarins má segja, að íþróttastarfsemi hafi hafizt. A ég þar við hin ágætu og öflugu íþróttafélög hæjarins, Glímufél. Ármann, Knatt- spyrnufél. Rvíkur, Iþróttafél. Rvíkur og Ungm.fél. Rvíkur. Þrjú hin fyrstnefndu félög voru beinlínis stofnuð í þeim tilgangi að glæða áhuga og þekkingu manna á íþróttamálum og hið síðasttalda, sem hafði mörg menningarmál á stefnuskrá sinni, lét líka íþrótta- málin mikið til sín taka. Tvö fyrstnefndu félögin helguðu sig frainanaf eingöngu sérgreinum sínum, glímu og knattspyrnu. Hin félögin, I. R. og U.m.f. R., höfðu elcki eins einskorðaða stefnu- skrá í íþróttamálunum og létu fleiri greinar til sín taka. Fyrst framanaf mun I. R. hafa starfað mest sem fimleikafélag, og U.m.f. R. æfði glímu og fimleika. En síðan hættu þau fleiri greinum við sig; í. R. frjálsum íþróttum (úti-íþróttum sem þá var kallað) og U.m.f. R. aðallega sundi. íþróttafélag Reykjavíkur var fyrsta félag hér í bænum — og líklega hér á landi — sem fékk sér áhöld — spjót, kringlu, kúlu og stöng — til æfinga í frjálsum íþróttum (líklega sumarið 1907), en U.m.f. R. ekki fyrr en undir landsmót U.m.f. I. 1911. Sigurjón Pétursson fékk sér líka snemma spjót, kringlu og kúlu og æfði ég nokkuð spjótkast með honum fyrir leikmótið 1911. Fyrstu æfingar sínar í frjálsum íþróttum hélt I. R. á Landakotstúninu, þar sem nú er nýi Landakotsspítalinn og þar sá ég oft ýrnsa góðkunna Reykvíkinga, eins og Helga Jónasson, 5

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.