Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Síða 18

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Síða 18
leikmótið var haldið 1911. Má það teljast stórfurðulegt, að 100 metra spretturinn skyldi vera hlaupinn undir 12 sek., og sýnir, að afreksgeta manna í sumum greinum hefir ekki verið öllu lak- ari en nú. Oefað stafaði spretthraði Kristins frá knattspyrnunni. Hann var bæði I. R.-ingur og K. R.-ingur. Það er auðvitað eink- anlega í „nýju“ greinunum, sem munurinn er mestur, enda var það svo um suma keppendur, að þeir höfðu varla séð áhöldin, hvað þá fengið nokkra æfingu í notkun þeirra. Búningur kepp- enda var óhentugur og ófullkominn; énginn hafði þá gaddaskó og buxur náðu almennt niður fyrir hné. Undirbúningur undir kappleiki var lítill eða enginn og menn æfðu fram á síðustu stundu og undu sér ekki hæfilegrar hvíldar. Og engum datt þá í hug að vera hlýtt búinn eða fá sér hitasprett á undan kappleik; það þótti heimska og eyðsla á kröftum sem þyrftu að notast til kapp- leiksins. Engin stökkgryfja var á gamla íþróttavellinum til æf- inga fyrr en 2—3 síðustu árin; þegar leikmót voru háð, var gryfja gerð á miðjum veHinum, sem var fyllt upp strax að loknu mót- inu. Sést af þessu, að ýmsar aðstæður gerðu það að verkum, að afrekin hlutu að verða mjög léleg, Eg hefi nú í framanrituðu lýst að nokkru upphafi æfinga og kappleika íslenzkra frjálsíþróttamanna hér á landi. Má vera, að mér séu einhver tildrög ekki nægilega kunn, en ég hefi skýrt frá þeim eftir beztu vitund, og bið afsökunar, ef rangt er með farið. Hefi ég notað til stuðnings ísl. hlöð frá þessum tíma. Það sem virðist hvað mest hafa stuðlað að því að sérstök frjálsíþróttamót eru hafin, er för Islendinga á Olympíuleikana 1908; strax á næsta ári er hafizt handa, bæði norðanlands og sunnan. Sýnir það, að Olymíufararnir hafa orðið fyrir sterkum áhrifum á þessu sviði íþróttanna. Er það og eigi að furða, þar sem aðalþáttur Olympiuleikanna var og hefur alltaf verið frjálsu íþróttirnar. Fyrir þann vettvang sem æðsta markmið eiga íslenzk- ir frjálsiþróttamenn að æfa og framtíðarstefnumál þeirra á að vera það, að láta sig aldrei vanta á þann alþjóða-vettvang, — því Olympiu-andinn lifir, þrátt fyrir núverandi ófrið og Olympiu- leikarnir verða áreiðanlega teknir upp aftur að honum loknum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.