Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 20

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 20
Lm íslenzku metin. Eins og sjá má af metaskránni, eru alls til 37 staðfest Is- landsmet í frjálsum íþróttum. Flest eru þau sett hér í Reykjavík, Þó eru 2 sett í Yestmannaeyjum, en 6 erlendis (í Svíþjóð, Dan- mörku eða Berlín). Eru þau auðkennd með stjörnu i skránni. Bezti árangur hér á íslandi í þessum sex greinum er þessi: 800 m.: 2:02,2 mín. Sigurgeir Ársælsson, Á. 1939 1000 —: 2:40,1 — --- 1941 1500 —: 4:11,0 — --- 1939 3000 —: 9:17,4 — --- 1939 5000 —: 16:06,0 — Guðjón Júlíusson, Í.K. 1922 Þrístökk: 13,98 — Sigurður Sigurðsson, K.V. 1937 Met Sigurðar í langstökki mun vera nokkrum cm. of gott, þar sent það var sett í 5 stiga meðvindi. Ástæðan fyrir því, að það var samt staðfest mun annaðhvort vera sú, að Sig. hafi verið álit- inn geta stokkið svona langt í logni, eða þá, að gömlu leikregl- urnar frá 1928 gátu ekki um hámarksvindhraða, enda þótt al- þjóðareglur gerðu það. Bezta stökk Sigurðar í stilltu veðri er 6.55 m. eða nákvæmlega jafn langt hinu gamla meti Sveinbjarn- ar Ingimundarsonar, Í.R. Á því Oliver Steinn F.H. bezta langstökksárangur í logni — eða 6.60 m. frá því í fyrra. Met Sveins Ingvarssonar í 100 m. hlaupi er sett í mjög hagstæðu veðri, þ. e. a. s. miklum hita og 3 stiga hliðarmeðvindi, sem er það mesta sem meðvindur má vera. Met Hauks í 10 km. göngu er sett á þjóðvegi, en bezti tími hans á hringbraut er 53:59,2 mín. Einstök afrek Sig. Finnssonar í þrautunum eru þessi: Fimmtarþraut: langst.: 6,17 m. — spjótk.: 46,79 m. — 200 m.: 24,1 sek. — kringlukast: 35,01 m. og 1500 m.: 4:46,2 mín. Tugþraut: 100 m.: 11,8 sek. — langst.: 6,21 m. — kúla: 13,11 m. — hást. 1,60 — 400 m.: 53,7 sek. — 110 m. grhl.: 19,0 sek. — Kringluk.: 35,51 m. — Stöng: 2,60 m. — Spjótkast: 40,31 m. — 1500 m.: 4:57,0 míri. — 16

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.