Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 38

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 38
SIGURÐUR S. OUAFSSON: yr Litið um öxl. írangurinn í Rvík 1942. Spretthlaupin: Bezti spretthlaupari ársins var Jóhann Bernhard, K.R. Hann náði bezta tímanum á 100 og 200 m. (11,4 og 23,6 sek.), þeim næstbezta á 400 m. (53,4 sek.) og setti auk þess ísl. met í 300 ni. hlaupi 37,8 sek., en á þeirri vegalengd var ekki til staðfest met áður. I 200 m. hlaupi var Jóhann sá langbezti. Næsti maður, Bryn- jólfur Ingólfsson, K.R. var þó í lok sumarsins skamnit undan með 23,9 sek. Oliver Steinn, F. H. og Sverrir Emilsson, K. R. voru einnig á næstu grösum með 24,1 og 24,3 og Baldur Möller Á. með 24,6. Fleiri komust ekki undir 25 sek. — I 100 m. hlaupi beið Jóhann að vísu tvisvar ósigur fyrir Oliver Steini, þrátt fyr- ir bezta tíma ársins, en Oliver á þann næsthezta 11,6 sek. Þeir Sverrir og Brynjólfur fóru einnig undir 12 sek., með 11,8 og 11,9, en fleiri ekki og er það heldur lélegt. Þessir fjórir menn hafa skipt með sér öllum verðlaunum sumarsins í 100 m. og 200 m. í 400 m. hefir nýr maður, Brynjólfur Ingólfsson leyst af hólmi Sigurgeir Arscelsson úr Ármanni sem hefur verið beztur í þessu hlaupi undanfarið. Brynjólfur hljóp s. 1. sumar á 53,2 sek., en Jóhann Bernhard, sem einnig náði hetri tíma en Sigurgeir, var rétt á eftir með 53,4 svo kom Sigurgeir með 53,5, og er það tími lians frá Allsherjarmótinu, en þá sigraði hann. Á Meistara- mótinu og Septembermótinu beið hann aftur á móti greinileg- an ósigur fyrir Brynjólfi. Lítur helst út fyrir að Brynjólfur muni verða einvatdur á þessari vegalengd í sumar. 34

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.