Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 41

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 41
fyrir eingöngu. Bezta tíma ársins 18,4 sek. náði Skúli GuSmunds• son, K.R., á Innanfélagsmóti, en meistarinn Jóhann Jóhannesson, Á. hefir 18,6 sek. Sá fyrri er ungur maður og hefir grein þessa í hjáverkum, en hinn lifir á gömlum merg. Báðir liafa æft grinda- hlaup of lítið. Sverrir Emilsson, sem hefir 3. bezta timann, 20,2 sek., gæti án efa orðið betri, en hann hefir þegar nóg á sinni könnu. BoShlaupin: K. R. ingar voru einvaldir í boðhlaupuniun. Settu þeir met í tveimur þeirra, 4X400 m. á Meistaramótinu, 3:37,8 mín. (Jóhann, Sverrir, Sigurður, Brynjólfur); hljóp þá sveit Ármanns á 3:41,2, sem einnig var undir ganila metinu. Síðar um sumarið setti K.R. sveit (Jóhann, Sverrir, Svavar, Brynjólfur) met í 4X200 m., 1:37,9 mín. Trauðla munu þó þessi met verða mjög langlíf, og er senni- legt að þau falli bæði í sumar. I 4X100 m. hafa K.R.-ingar (Jóhann, Sverrir, Sigurður, Brynj- ólfur) verið langbeztir með 46,4 sek. og þó allfjarri metinu frá 1937, 45,0 sek. Næstir voru Ármenningar með 47,5 og F. H. með 47,7 sek. I 1000 m. boðhlaupi var K.R.-sveitin (Sverrir, Huseby, Brynjólfur, Jóhann) aðeins betri en Ármenningar, með 2:09,9 gegn 2:10,0, en metið langt í burtu. Loks settu Ármenningar, (Árni, Haraldur, Hörður, Sigurgeir) met í 4X1500 m. á 18:29,8 mín. og samsvarar sá tími engan veginn getu þeirra. Er þetta boðhlaup nýtt hér á landi. Stökkin: Bezti stökkvari ársins var Oliver Steinn, F.H. Náði hann lang- bezta árangrinum í langstökki, 6,60 m. og þrístökki, 13,36 m. en þeim næstbezta í hástökki, 1,72 m. Næstir í langstökkinu voru Sverrir Emilsson með 6,25 m., Jóhann Bernhard, 6,16, Skúli Guð- mundsson 6,15 og Rögnvaldur Gunnlaugsson, K.R. 6,06 m. Jóhann er nú liættur að æfa þessa grein, vegna meiðsla á fæti, en hinir geta komizt iniklu lengra, en þó verða þeir Skúli og

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.