Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 63

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 63
Hann gekk í A.I.K.-íþróttafélagið og þótti þegar þetta fyrsta sumar bráðefnilegur. Beztu afrek hans á árinu voru þessi: 3 kin.: 9:31,0 mín. og 5 km.: 16:40,0 mín. Árið 1919 byrjaði Kaldal með því að taka þátt í ýmsuin víða- vangshlaupum. Vann hann í einu þeirra fyrsta stórsigur sinn á danskri grund. Var það í Marselisborgarhlaupinu, sem er um 6*4 km. langt. Á Meistaramótinu danska varð liann 3. í 10 km. víðavangshlaupi á 33:21,0 mín. sem var og er langt undir íslenzku meti á þeirri vegalengd, en hinsvegar ekki hlaupið á hringbraut og því eigi sambærilegt. Þá varð hann 2. í Limhamnvíðavangshlaupinu og einnig í 3 og 5 km. hlaupuin, er hann tók þátt í á Stadion. Beztu afrek Kaldals þetta ár voru 3 km. á 9:18,0 mín. og 5 km. á 16:25,7 inín. Árið 1920 vann hann Marselisborgarhlaupið i 2. sinn; tími hans, 22:45,0 mín., var nýtt inet í hlaupinu. Á Meistaramótinu þetta sumar varð hann 2. í 10 km. víðavangshlaupi; var tími hans 32:27,0 mín., og er það framúrskarandi afrek, þó hann hlypi ekki á hringliraut. I þessu lilaupi sigraði hann ýmsa fræga keppinauta, m. a. W. Hansen. Limliamn-víðavangshlaupið vann hann aftur, sigraði þar t. d. Jul. Ebert og Arthur Nielsen. Þetta ár vann hann öll 5 km. hlaup, sem hann tók þátt í Snemnia í júní byrjaði hann með að vinna þessa vegalengd á 15:59,4 mín. Á miðsumarsmóti Spörtu vann hann lilaupið á 15:52,3 mín. Loks varð hann meistari á þessari vegalengd á mjög góð- um tíma, 15:38,2 mín. Kaldal var einn þeirra, er valdir voru til að keppa fyrir hönd Danmerkur á Olympíuleikunum í Antwerpen þetta sama ár. Tók hann þar þátt í 5 km. hlaupi og varð 6. af 13 keppendum í sínum riðli. Komst hann því ekki í úrslitin, en þangað fóru aðeins 4 fyrstu úr hverjum riðli. Beztu afrek hans þetta sumar voru 9:04,0 mín. í 3 km. og 15:38,2 í 5 kni., sem hann hljóp annars 5 sinn- um undir 16 mín. 59 L

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.