Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 70

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 70
3. Beswick Arg. á 10,9, 4. Sariola Finnland, 11,0, 5. Sveinn, senni- lega á 11,1 sek. og 6. Ospelt, Lichtenstein á ca. 11,5 sek. Sveinn náSi góðu viðbragSi, en af skiljanlegum ástæðum gat hann ekki haldið lengi í hina eldfljótu keppinauta sína, þó tókst honum að verða um 4 metra á undan næsta manni, en álíka langt á eft- ir þeim fyrsta. Sig. Sigurðsson tók þátt í hástökkinu, sem hófst samtímis 100 m. hlaupinu. Hann stökk í fyrsta stökki yfir byrjunarhæðina, 1,60 m. og einnig næstu hæð 1,70 m., en þá hæð felldu ýmsir keppenda í fyrstu umferð. Næstu hæð 1,80 m. (sama hæð og ísl, metið var þá) felldi Sigurður tvisvar, en heppnaðist að komast yfir í þriðja skipti. Aftur á móti mistókust allar tilraunir hans til þess að stökkva 1,85 m., sem var þá lámarlcshæðin til aðal-keppninnar. Sigurður stökk í þetta sinn með hinum nýja ameríkanska stökk- stíl, sem hann hafði lært í Berlín áður en keppnin hófst. Hér heima hafði Sigurðuðr sett metið með stökki af vinstra fæti og gamla sax-laginu. Fimmtudaginn 6. ágúst kepptu þeir Kristján Yattnes í spjót- kasti og Sigurður í þrístökki. Veður var fremur hvasst og hryss- ingslegt þennan dag, en þó ekki kalt. Kl. 10 f. h. hófst keppnin, þ. e. a. s. undankeppnin. Keppt var um það, hverjir næðu 60 m. í spjótkasti og 14 m. í þrí- stökki, því að þeir einir áttu að fá að taka þátt í aðalkeppninni síðar um daginn. Kristjáni tókst því miður ekki að kasta nema 55 metra og komst því ekki í aðalkeppnina. En hann var ekki einn um það, því að 10 aðrir keppendur urðu að sætta sig við sömu örlög. Var Kristján í miðjum þessum hóp og má það telj- ast gott. Sigurður var hinsvegar í essinu sínu í þrístökkinu. Strax í fyrsta stökkinu fór hann talsvert yfir 14 m., en gerði það ógilt- Annað stökkið var gilt og einnig yfir 14 m. sennilega 14,10. Var MYNDIUNAR Á BLS. 67: Aíi ofan: Siguriiur og Sveinn. — AS neSan: Karl og Kristjáu. 66

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.