Jökull - 01.01.2019, Qupperneq 131
Hrafnhildur Hannesdóttir
1. mynd. Mismunur í hæð Öræfajökuls,
fenginn með því að draga tvö hæðar-
líkön frá hvort öðru. Mælingarnar byggja
á; a) leysimælingum úr flugvél haustið
2011 og Pléiades gervitunglamyndum frá
september 2019, b) Pléiades gervitungla-
myndum frá september 2017 og 2019.
Niðurstöðurnar sýna glöggt að sumir
skriðjöklar Öræfajökuls eru að þynnast
og hörfa, en aðrir bæta á sig á sama
tímabili, þykkna og ganga örlítið fram.
Svínafellsjökull (Sv), Virkisjökull (V),
Falljökull (F), Kvíárjökull (K), Hrútár-
jökull (H), Fjallsjökull (Fj). – Glacier
surface elevation changes calculated by
subtracting two digital elevation models
from each other, a) based on aerial lidar
measurements (2011) and Pléiades sat-
ellite images (2019), b) based on Pléia-
des satellite images from September 2017
and 2019. Some outlet glaciers are re-
treating and thinning, where others are
thickening and advancing over the same
time period. Gagna- og myndvinnsla./
Data and graphical processing. Joaquín
M. C. Belart.
rannsóknum og mikilsvert er að þau séu samræmd og
öllum aðgengileg í opnu gagnasafni. Fyrir liggur að
auðvelt verður nú að að bera saman sporðamæling-
ar sjálfboðaliða JÖRFÍ við stöðu jökulsporða á mis-
munandi tímum. Fyrir hnitsettar mælilínur má kanna
hvar þær skera fyrri stöðu jökuljaðra og þannig lengja
sporðamælingaraðirnar aftur til loka litlu ísaldar en
með lítilli upplausn í tíma framan af því lítið er um
fjarkönnunargögn og aðrar upplýsingar fyrr en AMS
loftmyndirnar voru teknar 1945 og 1946. Hnitsettar
mælilínur gefa einnig möguleika á að (i) nýta sporða-
mælingarnar til sannreyningar á hnitun á jökuljaðra af
loft- og gervihnattamyndum og (ii) að nýta fjarkönn-
unargögn til þess að fylla inn í eyður í sporðamæliröð-
unum fyrir tímabil þegar mælingar hafa fallið niður af
einhverri ástæðu. Einnig mun útlínusafnið reynast vel
þegar skilgreina þarf nýjar mælilínur, en í einhverjum
tilfellum hefur þurft að færa mælistaði vegna erfiðs
aðgengis, eða meginskriðstefna jökuls breyst þegar
jökullinn hopar.
Snæfellsjökull
Hyrningsjökull og Jökulháls – Mæling náðist við
Hyrningsjökul og er engin breyting þar milli ára.
Skaflar hindruðu mælingu við sporð á Jökulhálsi sam-
kvæmt skýrslu Haraldar Hallsteinssonar og Jennýjar
Guðmundsdóttur.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – hopar mikið milli ára eða um
180 m. Samkvæmt Viðari Má Matthíassyni heldur
jökullinn áfram að hopa upp bratta í átt að meginjökl-
inum og þynnist mikið, nú er einungis lítil tunga eftir
á sporðinum, þar sem Mórilla kemur undan jökli.
130 JÖKULL No. 69, 2019