Jökull


Jökull - 01.01.2019, Síða 132

Jökull - 01.01.2019, Síða 132
Jöklabreytingar 2017–2018 Reykjarfjarðarjökull – hopar eins og á undanförnum árum. Þröstur Jóhannesson gekk ásamt sjö félögum yfir í Reykjafjörð úr Hrafnsfirði um miðjan september til mælinga. Norðurlandsjöklar Tungnahryggsjökull – hopaði um nokkra metra milli ára. Búrfellsjökull – Það hefur verið erfitt undanfarin ár að ákvarða legu sporðsins vegna snjóalaga á haustin, sem og urðarkápu og dauðísslandslags eftir framhlaupið árið 2004. Mælingar eru því ekki nákvæmar frá ári til árs en yfir lengri tíma fæst gott yfirlit yfir hop jök- ulsins, eins og segir í skýrslu Sveins Brynjólfssonar. Deildardalsjökull – Mælt hefur verið á tveimur stöð- um, en annar þeirra er gjarnan hulinn snjó fram á haust og því vandkvæðum bundið að gera þar mæl- ingu. Skafti Brynjólfsson nefnir að afkoma hafi mælst lítillega jákvæð, en um 60% af yfirborði jökulsins var hulið vetrarsnjó að hausti og samræmist þetta ágæt- lega niðurstöðum sporðamælinga. Gljúfurárjökull – Gerð var mæling á stöðu jökulsins í blíðskaparveðri í byrjun september í fylgd gangna- manna. Langjökull Kirkjujökull – Seint í september náðu mælingamenn að jöklinum. Samkvæmt skýrslu Benedikts Gröndals hefur sporðurinn hopað mikið síðan 2014, þegar síð- ast var mælt. Nú stendur nýtt sker upp úr jöklinum norðanverðum og kominn er í ljós hryggur sem liggur frá jaðrinum og upp eftir miðjum jöklinum. Geitlandsjökull – Fjarlægðarmælir var notaður til þess að meta breytingar á stöðu Geitlandsjökuls. Hagafellsjöklar – Báðir Hagafellsjöklar voru mældir haustið 2018, og miklar breytingar eiga sér stað við jaðar Eystri-Hagafellsjökuls. Í skýrslu Einars Ragn- ars Sigurðssonar segir: „Nú hefur jökullinn skipt sér upp, þ.e. brún á lágu móbergsfjalli með hraunskildi er komið upp undan jöklinum og er ís eftir neðar sem er núna alveg aðskilinn frá jöklinum sjálfum. Í mælingu núna er því ekki talið rétt að miða við neðri hlutann þar sem hann hefur ekki lengur nein bein tengsl við jökulinn sjálfan.“ Hofsjökull Blágnípujökull – Farið var til mælinga við Blágnípu- jökul og skoðaðar aðstæður við íshelli sem er við út- fallið á Jökulkvíslinni, en óreglulegt sigsvæði hefur myndast stutta leið upp eftir jöklinum. Nauthagajökull – Mælingamönnum tókst að mæla jaðar jökulsins þrátt fyrir erfiða færð. Múlajökull – Staða Múlajökuls er áætlað með mæl- ingum með fjarlægðarkíki, en haustið 2018 gáfu þær niðurstöður til kynna að jökullinn væri e.t.v. að ganga fram. Hins vegar hafa jarðsjár- og íssjármælingar Ívars Arnar Benediktssonar og fleiri leitt í ljós að hryggur liggur samsíða jökuljaðrinum, sem útskýrir líklega brattan sporðinn fremur en framhlaup. Sam- anburður á Sentinel gervihnattamyndum frá septem- ber 2017 og 2018 sýna að jökullinn er ekki að ganga fram. Mýrdalsjökull Sólheimajökull – Framan við sporð Sólheimajökuls er komið mikið lón sem nær frá Hvítmögu nánast að Jök- ulhaus. Meðfram Jökulhaus er hægt að ganga að jökl- inum en annar staðar er ófært með öllu. Því hefur verið ógerningur að mæla jökulinn við miðju sporðs- ins undanfarin ár. Annað árið í röð var jökuljaðarinn mældur með fjarlægðarkíki og hopið mælist eitt það mesta í 88 ára sögu mælinga á jöklinum. Vatnajökull Síðujökull – Hlynur Skagfjörð Pálsson hefur tekið að sér mælingar við Síðujökul, en þær hafa verið stopul- ar undanfarin ár enda jökullinn ekki í alfaraleið. Skeiðarárjökull austur – Skeiðarárjökull austanverð- ur hopar mikið, eða yfir 200 m á tveimur stöðum samkvæmt mælingum Ragnars Franks Kristjánsson- ar með fjarlægðarkíkinum. Miklar breytingar eiga sér stað framan jökuls, sístækkandi lón, dauðís sem losn- ar frá meginsporðinum, hluti sporðsins gæti verið á floti og í einhverjum tilfellum erfitt að ná mælingu á sótsvartri jökulröndinni. Morsárjökull – Jökullinn er orðinn rýr og mælist hop- ið um 100 m með fjarlægðarkíki. Landslagið framan hans er sífellt að breytast, lónið stækkar mikið fyr- ir framan jökulinn, dauðísinn er að hjaðna og þar af leiðandi betra að greina á milli hans og jökulsins. JÖKULL No. 69, 2019 131
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.