Jökull


Jökull - 01.01.2019, Side 138

Jökull - 01.01.2019, Side 138
Breytingar við Breiðamerkurjökul og Hoffellsjökul 2010–2019 Snævarr Guðmundsson1 og Helgi Björnsson2 1Náttúrustofu Suðausturlands, Litlubrú 2, Höfn í Hornafirði, Iceland 2Jarðvísindastofnun Háskólans, Askja, Sturlugata 7, 101 Reykjavík, Iceland Correspondence to: snaevarr@nattsa.is https://doi.org/10.33799/jokull2019.69.137o Ágrip — Athyglisverðar breytingar eiga sér nú stað við jaðra hratt hopandi jökla landsins. Sem dæmi um slíkt greinum við hér frá land- og jöklabreytingum við Breiðamerkurjökul og Hoffellsjökul á árunum 2010–2019, sem höfðu mikil áhrif á afrennsli vatns frá jöklunum, legu farvega, myndun jaðarlóna, jökulhlaup og endalok ísstíflaðs vatns. Í þessum breytingum birtast mikil áhrif rennandi vatns á hop jöklanna. Jökla- og landbreytingar við Mávabyggðarönd og Breiðá Frá því að Breiðamerkurjökull tók að hopa snemma á 20. öld hafa myndast mislanglíf lón framan við sporð hans. Flest voru þau smá og grunn og ýmist þornuðu upp þegar tengsl við jökuljaðarinn rofnuðu eða dög- uðu uppi sem tjarnir á dreif um Breiðamerkursand. Aðra sögu er að segja af t.d. Jökulsárlóni og Breið- árlóni, sem mynduðust í djúpum rennum og stækka sífellt. Rennurnar, sem ná allt að 300 m niður fyrir sjávarmál, komu í ljós við íssjármælingar sem voru gerðar árið 1991 á Breiðamerkurjökli (Helgi Björns- son o.fl., 1992; Helgi Björnsson, 2009). Tvö sporðlón eru nú á milli Breiðárlóns og Jökuls- árlóns (1. mynd, efri hluti). Þau mynduðust í kring- um síðustu aldamót, norðan í gabbróklöpp eða hæð á Breiðamerkursandi. Klöppin tók að birtast undan vesturjaðri Breiðamerkurjökuls á áttunda áratug 20. aldar. Lónin voru orðin tvö árið 2003. Á næsta ára- tug gæti vestara lónið sameinast Breiðárlóni eða horf- ið en það eystra mun áfram stækka, ef fram heldur sem horfir með hlýnun loftslagsins. Vestara lónið sem hefur afrennsli í Breiðárlón, er 0,36 km2 og hefur haldið þeirri stærð í nokkur ár. Eystra lónið, sem var 0,7 km2 að flatarmáli árið 2019, hefur farið stækkandi á undanförnum árum. Það er fram af þriðju rennunni, sem jökullinn gróf þegar hann gekk fram yfir Breiðamerkursand, og á því eftir að stækka enn um sinn. Þegar íssjármælingarnar voru gerðar árið 1991 lá jökullinn enn að miklu leyti yfir klöppinni og þá voru engar vísbendingar um myndun lóna á þessu svæði. Þegar lónstæðin eru mátuð of- an á niðurstöður íssjármælinganna sést hins vegar að eystra lónið mun verða með þeim stærstu á Breiða- merkursandi. Nánar er sagt frá þessum jökullónum í grein fremst í þessu hefti. Úr eystra jökullóninu hefur lengi runnið kvísl í Breiðá, vestan við Mávabyggðarönd. Röndin lá lengi fram á klöppina og hélt eystra lóninu í kví frá upp- tökum Breiðár, en sú á hefur komið fram undan jökl- inum austan við Mávabyggðarönd í allmörg ár (2. mynd). Frá 2017 hefur smám saman verið að opnast afrennsli úr lóninu til austurs í Breiðá, eftir að Máva- byggðarönd hopaði af klöppinni. Vorið 2019 var svo komið að Breiðá rann inn í lónið og út úr því nokkru sunnar. Líklegt er að áframhaldandi hop Breiðamerk- urjökuls eigi eftir að valda talsverðum breytingum við Mávabyggðarönd innan nokkurra ára. Röndin liggur yfir þriðju rennunni og er líklegt að hún muni enda í lóninu. Á næstu árum má búast við því að lónið vaxi og nái fyrir röndina. Þá verða upptök Breiðár hluti af afrennsliskerfi sem þarna er smám saman að þróast. Breiðá hefur verið mjög ötul við að bera setfyll- ingu í farveg sinn, sem hefur lengst um 1,8 km þar sem hún rennur meðfram fyrrgreindri klöpp (Snævarr Guðmundsson o.fl., 2019). Á síðustu árum hefur kom- ið í ljós að talsvert af seti hylur ís sem liggur undir farvegi hennar. Víða eru farin að myndast jökulker í honum (2. mynd). Á þessu svæði hefur á síðustu ár- um verið mikil ferðaþjónusta enda vinsælt að sækja í JÖKULL No. 69, 2019 137
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.