Jökull


Jökull - 01.01.2019, Page 140

Jökull - 01.01.2019, Page 140
Breiðamerkurjökull og Hoffellsjökull 2010–2019 2. Mynd/Figure 2. Nýju lónin við Breiðamerkurjökul. Til vinstri við miðja mynd er vestara lónið og eystra lónið er fyrir miðju. Mávabyggðarönd er hægra megin við það. Fremst á myndinni er Breiðá. Fjöldi jökul- kerja er í farvegi Breiðár (t.h.) en þar undir er ís að bráðna. – Recently formed terminal lakes at the margin of Breiðamerkurjökull outlet glacier of Vatnajökull ice cap. The western lake is left of the centre of the figure but the eastern lake in the centre. To right of it is the Mávabyggðarönd medial moraine. The river Breiðá is in the foreground of the figure. Several kettleholes in the river bed (to right) indicate melting ice under glaciofluvial sediment. Ljósm./photo Náttúrustofa Suðausturlands/Snævarr Guðmundsson 26.06.2019. íshella sem hafa myndast við útfall Breiðár. Ef fram heldur sem horfir má reikna með að slíkir hellar hverfi og að upptök Breiðár verði undir vatnsborði í lóninu. Austurjaðar Hoffellsjökuls og eftirmáli hlaupsins úr Gjávatni 2015 Athyglisverðar breytingar hafa einnig orðið á austur- jaðri Hoffellsjökuls á síðustu árum (1. mynd, neðri hluti). Fyrst skal nefna að haustið 2015 hljóp skyndi- lega úr Gjávatni, en því jökulhlaupi voru gerð skil í Jökli nr. 65 (Snævarr Guðmundsson o.fl., 2015). Gjávatn hefur ekki myndast að nýju eftir þetta hlaup. Frá því um 2010 hefur þetta svæði þróast á athyglis- verðan hátt. Jökullinn hefur hopað að miklu leyti frá Stórahnaus og Efstafellsnesi (3. mynd) og ∼0,12 km2 skeifulaga geiri horfið úr jöklinum. Til þess að rekja atburðarásina voru ýmis gögn notuð, t.a.m. Landsat 8 gervitunglamyndir frá árunum 2013–2019, lidar gögn frá 2010 (Tómas Jóhannesson o.fl. 2011, 2013), mynd úr loftmyndagrunni Loftmynda ehf. frá 2002, ská- myndir úr myndasafni greinarhöfundar og Þorvarðar Árnasonar og frá Önnu Lilju Ragnarsdóttur. Gjávatn, útfall þess og jökullinn fyrir hlaupið 2015 Gjávatn er meðal þriggja jökulstíflaðra vatna sem mynduðust í giljum við austurjaðar Hoffellsjökuls á 19. öld. Þá var jökullinn í vexti, eins og flestir jöklar á Suðausturlandi. Á 19. og 20. öld hljóp árvisst úr þess- um lónum (Helgi Björnsson og Finnur Pálsson, 2004; Egill Jónsson, 2004; Helgi Björnsson, 2009; Snævarr Guðmundsson o.fl., 2015). Yfirborð Gjávatns náði allt að 265–270 m hæð y.s. þegar jökullinn var hvað þykk- astur á litlu ísöld en hefur lækkað samhliða því sem jökullinn hefur þynnst. Síðast hljóp úr Gjávatni í októ- ber árið 2015. Þá var langt um liðið frá því að Efsta- fellsvatn hvarf en það mun hafa verið í kringum 1940 (Þrúðmar Þrúðmarsson, munnl. heimild 24.07.2019). JÖKULL No. 69, 2019 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.