Jökull


Jökull - 01.01.2019, Blaðsíða 143

Jökull - 01.01.2019, Blaðsíða 143
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson Skeifulaga brot úr jökuljaðrinum Árið 2015 hafði jökuljaðarinn við Stórahnaus hopað tæpa 200 m frá árinu 2010 og jafnframt lækkað. Þó stíflaði hann ennþá Gjávatn en mótstaðan var tekin að veikjast. Útfall árinnar hélst þó á sama stað allt fram að hlaupinu þá um haustið og sömuleiðis sést hvar áin leitaði inn undir jökuljaðarinn. Sennilegasta skýring- in á hlaupinu eru skyndilegir vatnavextir í miklum úr- komutoppum í október 2015 (Snævarr Guðmundsson o.fl., 2015). Eftir hlaupið 2015 féll áin ekki lengur eftir þessum farvegi en tók þess í stað að renna eft- ir fyrrum botni Gjávatns, meðfram jökuljaðrinum og inn undir jökulinn nokkru sunnar. Við áframhaldandi rýrnun jökulsins hvarf ísgljúfr- ið við Stórahnaus en í staðinn myndaðist mjór dalur á milli fjalls og jökuls Áin rann þar um tíma en leit- aði jafnframt inn undir jökulinn á kafla. Á Landsat- mynd frá 22. ágúst 2017 sést að farið var að hrynja úr jaðrinum og skeifulaga far að myndast í jökulinn. Á Landsat-mynd frá 26. júní sama ár sást ekki hvað var í aðsigi og er líklegt að byrjað hafi að brotna af jöklin- um síðla sumars. Á mynd frá 16. október sést vel að jökullinn hefur tapað svæði sem er á að giska 3,9 hekt- arar (ha) að flatarmáli. Óþekkt er hve langa tíma þetta tók því staðurinn er afskekktur og engin vitni voru að þessari þróun. Má eins vera að það hafi tekið daga eða vikur að brotna smám saman úr jöklinum. Svipuð atburðarrás endurtók sig sumarið 2018. Landsat-mynd frá 28. maí 2018 sýnir að sprung- ur voru teknar að myndast í grennd við fyrrgreinda skeifu. Þær voru orðnar að heljarmiklum gjám 22. júní sama ár. Í þetta sinn brotnaði af jöklinum 7,2 ha (0,072 km2) spilda. Í heildina tapaði jökullinn því 12 ha (0,12 km2) við þessa atburði (6. mynd). Þessi þróun við austurjaðar Hoffellsjökuls, á árabilinu 2002 til 2019 er rakin enn frekar á 5. mynd. Á 6. mynd sést jaðar jökulsins árið 2015, fyrir breytingarnar og ár- ið 2019. Gróflega áætlað er þykkt íssins í stálinu ∼40 m. Rúmmál íss sem brotnaði frá í skeifunni nemur því um 5× 106 m3. Á myndum sem Þorvarður Árnason tók með flygildi, í ágúst 2019, sést síðan að eyrar um- rædds dals, milli fjall og jökuls, þekja raunar jökulís og eru smálón farin að myndast í hann (7. mynd). Talið er að Hoffellsjökull hafi fyrst gengið að Efstafellsnesi á fyrstu áratugum 19. aldar (Egill Jóns- son, 2004; Helgi Björnsson, 2009). Teikn eru um það að jökullinn sé að sleppa taki sínu á nesinu nú 200 árum síðar. Glacier changes by Breiðamerkurjökull and Hof- fellsjökull in 2010–2019. Rapid changes in land- forms and hydrology now take place at the margins of glaciers in Iceland due to their fast retreat in re- sponse to warming climate. We describe examples from the margins of Breiðamerkurjökull and Hoffells- jökull from the years 2010–2019 with significant im- pact on the runoff of meltwater, the location of river courses, the formation of glacial lakes and jökul- hlaups. TILVITNANIR Jónsson, E. 2004. Í veröld jökla, sanda og vatna. Í H. Björnsson, E. Jónsson og S. Runólfsson (ritstj.), Jöklaveröld 11–86, Skrudda, Reykjavík. Björnsson, H., F. Pálsson and M. T. Guðmunds- son 1992. Breiðamerkurjökull. Niðurstöður íssjár- mælinga. Reykjavík, Science Institute, University of Iceland, Rep. RH-12-1992, 189 pp. Björnsson, H. og F. Pálsson 2004. Jöklar í Hornafirði. Í In Björnsson, H., E. Jónsson og S. Runólfsson (ritstj.), Jöklaveröld 125–164, Skrudda, Reykjavík. Björnsson, H. 2009. Jöklar á Íslandi. Bókaútgáfan Opna. Reykjavík. Guðmundsson Sn., H. Björnsson og A. L. Ragnarsdótt- ir 2015. Land- og jökulbreytingar við Hoffellsjökul 2015. Jökull 65, 97–102. Guðmundsson Sn., H. Björnsson, F. Pálsson, E. Magnús- son, Þ. Sæmundsson og T. Jóhannesson 2019. Termi- nus lagoons on the south side of Vatnajökull ice cap, SE-Iceland. Jökull 69, 1–28. Jóhannesson, T., H. Björnsson, F. Pálsson, O. Sigurðs- son og Þ. Þorsteinsson 2011. Lidar mapping of the Snæfellsjökull ice cap, western Iceland. Jökull 61, 19– 32. Jóhannesson T., H. Björnsson, E. Magnússon, Sv. Guð- mundsson, F. Pálsson, O. Sigurðsson, Th. Thorsteins- son og E. Berthier 2013. Ice-volume changes, bias es- timation of massbalance measurements and changes in subglacial lakes derived by lidar mapping of the surface of Icelandic glaciers. Ann. Glaciol. 63, 63–74, doi:10.3189/2013AoG63A422. 142 JÖKULL No. 69, 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.