Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 35
Eftir fyrirlesturinn dáleiddi dr. Cedercreutz sjúkling-
inn, sem með honum var, en hann hafði fylgzt með öllu,
sem fram fór og meira að segja haldið ofurlítið erindi
fyrir áheyrendur um það, hversu ágæt aðferð þetta væri.
Sjúklingurinn sofnaði flójtt, læknirinn gerði nokkrar
minniháttar tilraunir með hann, fullvissaði hann um, að
verkurinn í stúfnum væri algerlega horfinn og sagði, að
eftir að hann væri vaknaður, skyldi hann taka krít af
borðinu og skrifa kross á töfluna. Þessu næst vakti dr.
Cedercreutz sjúklinginn og skýrði frá því, að það væri
mjög áríðandi, að öll hughrif yrðu burtu tekin, því að
öðrum kosti gæti sjúklingurinn haft óþægindi í marga
daga — en hann gekk réttilega að borðinu og gerði kross-
mark á töfluna.
„Fleira er til á himni og jörðu, Hóras, en heimspekina
okkar dreymir um“.
M. J.
Heilbrigt lif
73