Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 18

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 18
náttúrunnar að forðast óþarfa útflúr, þar sem um lífið er að tefla. Andardráttarstöðin er smá, um hana liggja tiltölulega fáar taugabrautir og hún er fjarri helztu blæðingastöðum heilans. Og sem betur fer verðum við hennar sjaldan vör, þar til klukkan kallar. í heilagrunninum sjálfum, ofan við heilahnoðað, er ann- að svæði, sem er fullkomin andstæða nágranna síns, andardráttarstöðvarinnar. Þessi hluti, sem nefnist hypo- thalamus og við getum nefnt miðheilagrunn, er aðeins hálfrannsakað völundarhús freistandi möguleika. Hér fara fram margar þær athafnir heilans, sem gera okkur lífið súrt eða sætt eftir atvikum. Héðan er hita líkamans stjórn- að, hér á matarlyst okkar aðalstöðvar sínar, og hér er sú stjórnarskrifstofa, sem mestu ræður um það, hvort þið spengilegu yngismeyjar, haldið yndisþokka ykkar granna vaxtar fram á ömmualdurinn. Á þessum heilastað er mikil völundarsmíð, sem drýgst ræður starfi okkar og hvíld, hér erum við latir og syfjaðir, fjörugir og sprækir eftir atvikum. Og eftir því sem pró- fessor Kennedy segir okkur, þá liggja okkar siðferðis- legu kostir og lestir ekki sízt á þessum slóðum, og við, sem stundum föllum fyrir freistingum lífsins, skjótum okkur því bak við þetta víravirki af heilafrumum og kennum þeim um, þegar dagur hinna andlegu timbur- manna rennur. Sú vitneskja, sem við höfum um þessi svæði, er þannig til komin, að í ákveðnum sjúkdómum koma fram skemmdir í frumuhópum á þessum slóðum, og eftir- köst sjúkdómanna eru meðal annars í því fólgin, að sjúkl- ingurinn verður siðferðislega breyttur, einkum ef um er að ræða börn, sem enn eru á þroskaskeiði tilfinningalega. Þau geta orðið grimm, óeirin, kærulaus gagnvart tilfinn- ingum annarra og tekið upp andþjóðfélagslegar athafnir. Ég skal láta þess getið hér, að lesendur mínir skyldu 56 Heilbrigt líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Heilbrigt líf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.