Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 50

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 50
Þetta er níunda starfsár Ungliðadeildarinnar „Árvekni", og er nú óráðið um framtíð hennar, starfslið, störf og einkum stjórn (umsjónarkennara). Barnaheimilið að Laugarási. Sumardvöl barna hófst í heimilinu sumarið 1952. Um veturinn og vorið var unnið áfram að því að fullgera raf- leiðslur og koma fyrir raftækjum, veggir þiljaðir í eldhúsi og geymslum og gengið frá húsbúnaði þar. Þvottahús fullbúið tækjum og lokið við búnað í baðherbergjum, anddyrum og fatageymslum. Lagfært umhverfis húsin, gerður leikvöllur og komið fyrir leik- tækjum. Enn er þó mikið óunnið á landinu umhverfis byggingarnar, en vonir standa til, að í sumar fáist framræsla á mýrinni sunnan húsanna. Ekki hefur þótt ráð að girða landið fyrr en framræslu væri lokið. Auk hinna tveggja hektara, sem upprunalega voru leigðir, var samið um leigu á 4,37 hekturum til viðbótar. Landið mælt og kortlagt, og mælt fyrir framræsluskurðum. Mælingar ann- aðist Ásgeir L. Jónsson, vatnsvirkjafræðingur. Þegar rekstur barnaheimilisins hófst, þraut brátt vatn í vatns- bólinu skammt norðan húsanna. Yar þá undinn bráður bugur að því að leggja vatnsleiðslu um 1200 metra veg, en með því móti fékkst nægt og gott uppsprettuvatn „sjálfrennandi". Verður af þessu um 60 þús. króna aukakostnaður. Kostnaður við allar þessar framkvæmdir var samkvæmt ársreikn- ingi kr. 401.178.45. Helztu gjafir, sem borizt hafa til Laugaráss, eru kr. 9.250.00 frá Raftækjaverksmiðjunni í Hafnarfirði, í sambandi við kaup á raftækjum, og girðingamet frá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, og mun það nægja í girðingu umhverfis land það, sem R. K. I. hefur á leigu í Laugarási. Fyrri hluta þessa árs hefur ríkisstjórn og bæjarstjórn Reykja- víkur, hvor um sig, veitt 125 þús. króna styrk til Bamaheimilisins að Laugarási. Þetta fé ásamt andvirði fjár þess, sem varðveitt var í U. S. A., en nú hefur verið flutt heim, mun sennilega nægja til þess að greiða allar skuldir, er hvíldu á R. K. f. vegna heim- ilisins og væntanlega hrökkva fyrir ráðgerðum framkvæmdum þar eystra. Er ástæða til þess að flytja öllum þeim, sem að því hafa stuðlað að tekizt hefur að leysa fjárhagsörðugleika R. K. í., beztu þakkir, og rétt og skylt að minnast sérstaklega þeirra Steingríms Stein- þórssonar, forsætisráðherra, og Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra, í þessu sambandi. Reykjavik, 25. júní 1953. Kristinn Stefánsson. 88 Heilbrigt líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Heilbrigt líf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.