Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 24

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 24
stöðin leyft sér að slaka á eftirlitinu og drengurinn hugs- að um önnur efni, meðan hann er að hjóla. Endurtekning verknaðar skilur í hvert sinn eftir ákveð- in mörk á ákveðnum heilafrumum, sem tekið hafa að sér viðkomandi verknað. Og eins og fyrr var á drepið, því oftar sem verknaðurinn er endurtekinn, því greinilegri verða mörkin og hæfni frumanna meiri til þess að endur- taka sama starf. Þessi mörk eða þessi breyting, sem á sér stað, er að líkindum efnafræðilegs eðlis, en hún stendur í beinu sambandi við rafsveiflur heilans, sem þegar hefur verið á minnzt. Lengra fáum við ekki séð að svo stöddu. Við vitum heldur ekki, hvað gerist, þegar enginn lær- dómur á sér stað við endurtekna æfingu. En við athugun lærdóms, tökum við brátt eftir því, að um tvenns konar lærdóm er að ræða. Páfagaukur getur lært að segja orð og setningar sem bergmál, eftiröpun. Og barn getur lært utanað, án þess það skilji raunveru- lega, um hvað lærdómurinn fjallar. En þar sem páfagauk- urinn nemur staðar að lokinni eftiröpuninni, getur barnið síðar hagnýtt sér þululærdóm í sambandi við önnur at- riði, lærð fyrr eða síðar. Þetta er svonefnd hugtengsla- aðferð og hér sjást greinilega yfirburðir mannsheilans að tengja saman minnisspor sín á fjarlægustu stöðum heil- ans og frá mismunandi tímum. Hér kemur til greina starf hinna fjölmörgu heilabrauta og þöglu svæða, sem gegna því hlutverki að yfirvinna mismun staða og tíma heilastarfseminnar og samræma minnissporin í kerfi. I starfi sínu hneigist heilinn stöðugt til kerfamyndun- ar. Þróun hans beinist að því að þjálfa sem flestar stöðv- ar til sjálfstæðrar, kerfisbundinnar starfsemi, til þess að sjá um ákveðin líffærastörf, svo að æðri stöðvar heilabark- arins fái næði og tíma til annarra hlutverka, óháðari stund- legum þörfum og framkvæmdum. Yfirstjórninni sleppir 62 Heilbrigt líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Heilbrigt líf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.