Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 24

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 24
stöðin leyft sér að slaka á eftirlitinu og drengurinn hugs- að um önnur efni, meðan hann er að hjóla. Endurtekning verknaðar skilur í hvert sinn eftir ákveð- in mörk á ákveðnum heilafrumum, sem tekið hafa að sér viðkomandi verknað. Og eins og fyrr var á drepið, því oftar sem verknaðurinn er endurtekinn, því greinilegri verða mörkin og hæfni frumanna meiri til þess að endur- taka sama starf. Þessi mörk eða þessi breyting, sem á sér stað, er að líkindum efnafræðilegs eðlis, en hún stendur í beinu sambandi við rafsveiflur heilans, sem þegar hefur verið á minnzt. Lengra fáum við ekki séð að svo stöddu. Við vitum heldur ekki, hvað gerist, þegar enginn lær- dómur á sér stað við endurtekna æfingu. En við athugun lærdóms, tökum við brátt eftir því, að um tvenns konar lærdóm er að ræða. Páfagaukur getur lært að segja orð og setningar sem bergmál, eftiröpun. Og barn getur lært utanað, án þess það skilji raunveru- lega, um hvað lærdómurinn fjallar. En þar sem páfagauk- urinn nemur staðar að lokinni eftiröpuninni, getur barnið síðar hagnýtt sér þululærdóm í sambandi við önnur at- riði, lærð fyrr eða síðar. Þetta er svonefnd hugtengsla- aðferð og hér sjást greinilega yfirburðir mannsheilans að tengja saman minnisspor sín á fjarlægustu stöðum heil- ans og frá mismunandi tímum. Hér kemur til greina starf hinna fjölmörgu heilabrauta og þöglu svæða, sem gegna því hlutverki að yfirvinna mismun staða og tíma heilastarfseminnar og samræma minnissporin í kerfi. I starfi sínu hneigist heilinn stöðugt til kerfamyndun- ar. Þróun hans beinist að því að þjálfa sem flestar stöðv- ar til sjálfstæðrar, kerfisbundinnar starfsemi, til þess að sjá um ákveðin líffærastörf, svo að æðri stöðvar heilabark- arins fái næði og tíma til annarra hlutverka, óháðari stund- legum þörfum og framkvæmdum. Yfirstjórninni sleppir 62 Heilbrigt líf

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.