Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 43
Auk þess barst nýr og notaður fatnaður frá Eauða kross deildum
utan Reykjavíkur og fjölda einstaklinga í Reykjavík.
Þá ber að geta þess sérstaklega, að Eimskipafélag íslands h. f.
hefur flutt allar vörurnar endurgjaldslaust til útlanda.
Reykjavík, 22. apríl 1952.
Rauði kross íslands.
Schving Thorsteinsson.
Starfsemi deilda.
AkranesdeilcL.
Aðalfundur deildarinnar var haldinn föstudaginn 4. apríl. Dag-
skrá fundarins var samkvæmt félagslögum. Kjörnefnd sú, sem
skipuð hafði verið, lagði til, að stjórnin yrði endurkosin. Var það
gert. Endurskoðendur voru endurkosnir, þeir Ingólfur Jónsson og
Jón Sigmundsson. Fulltrúi til að mæta á aðalfundi R. K. í. var
kosinn Árni Árnason, héraðslæknir, og til vara Ólafur B. Bjöms-
son.
Stjórnin skipti með sér verkum á sama hátt og undanfarið ár.
Samkvæmt samþykkt aðalfundar tók stjórnin að afla sér upplýs-
inga um rekstur sjúkrabifreiða og að athuga nánar, hver tilhögun
myndi heppilegust varðandi umráð og rekstur bifreiðarinnar fram-
vegis.
Að þeirri athugun lokinni kvaddi stjórnin til aukafundar í deild-
inni þ. 4. sept., að Félagsheimili templara. Álit stjórnarinnar var
í stuttu máli þetta:
R. K. deildirnar reka sjúkrabifreiðir sínar yfirleitt sjálfar, en
með aðstoð ýmissa aðila, þar eð reksturinn ber sig ekki.
Það má því ætla, að ef deildin ræki bifreiðina, þá yrði það henni
sá fjárhagslegur haggi, að hún myndi ekki hafa fé aflögu til
annars, og yrði rekstur bifreiðarinnar þá eina verkefni deildarinnar
um ófyrirsjáanlegan tíma.
Það er hvorttveggja, að stjórnin er þessu ekki samþykk, svo hitt,
að hún hefur jafnan verið á þeirri skoðun, að frá upphafi hafi
verið unnið að útvegun bifreiðarinnar í því skyni að afhenda hana
bænum, og þá sjúkrahúsinu sérstaklega, til eignar og afnota. Hefur
stjórnin verið því samþykk.
Tillaga stjórnarinnar í þessa átt var samþykkt á fundinum.
Stjórnin ritaði síðan bæjarstjóm þ. 15. sept., þar sem hún tilkynnti
þessa ákvörðun deildarinnar og skýrði frá þeim skilyrðum, sem
jafnframt voru sett, en þau voru þessi:
1. Að séð verði um góða geymslu fyrir bifreiðina.
2. Að bifreiðinni verði vel við haldið að dómi ökumanns.
Heilbrigt líf 6
81