Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 8

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 8
ara og embættismanna sitja hver við sitt borð, hver með sinn síma til og frá, sín á milli og út um landið. Um 10 milljónir símaþráða liggja til skrifstofunnar fyrir að- komandi boð. Sem betur fer, fyrir okkur auðmjúka skatt- greiðendur, er mannkynið ekki enn nærri nógu fjölmennt til þess að slík skrifstofa gæti átt sér stað í veruleikan- um, en dæmið getur hjálpað okiair eigi að síður. Látum okkur nú athuga, hvað gerist, ef einhver reiddi hnefa til höggs fyrir framan augun á okkur. Þessi athöfn er í eðli sínu líkleg til að vekja okkur til ákveðinna at- hafna og við köllum hana því vaka. Sú ráðstöfun, er við grípum til, nefnist svörun. Fyrsti þátturinn verður mót- taka augans, sá endi sjóntaugarinnar, sem tengdur er aug- anu, tekur á móti boðum frá sjónhimnunni, sem síðan leiðast eftir ákveðnum heilabrautum aftur til aftur- skauts heilans, til svæðis í heilaberkinum, sem sér um sjónmyndir okkar. Þaðan eru á ný send boð til ákveðins frumuhóps í fremra heilahryggnum, sem stjórnar vöðva- hreyfingum líkamans, en þaðan er enn send skipun til vöðva þeirra, er augnalokin hreyfa, að loka auganu. Lok- un augans verður því svörun okkar við högginu, vakan- um. Allt þetta gerist í svo skjótri svipan, að augað lok- ast í tíma, áður en höggið nær því. Þessi boðleið, sem lýst hefur verið, nefnist viðbragðshringur, og er gerð úr taugafrumum, sem eru sjálfstæðar einingar hver fyrir sig, þaktar yfirborði, sem við getum nefnt frumuhýði. Hið næsta, sem bíður okkar, er að átta sig á því, hvað raunverulega gerist, þegar talað er um boðflutning eftir taug. Sú starfsemi er grundvölluð á því, að hver fruma er hlaðin ákveðnum rafmagnsforða, sem á rætur sínar að rekja til þess efnafræðilega mismunar, sem ríkir innan frumunnar og utan, og hlutverk frumuhýðisins er m. a. að viðhalda þeim mismun. Hverjum, sem notað hefur raf- hlöður í bifreið eða útvarpi, er þessi einangrun auðskilin. 46 Heilbrigt líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Heilbrigt líf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.