Heilbrigt líf - 01.12.1956, Blaðsíða 38
13. Lagabreytingar.
Nefnd sú, sem kosin var á síðasta aðalfundi til þess að endur-
skoða lög R. K. í., lagði fram álit sitt um ýmsar breytingar
og viðauka á lögum R. K. í.
Hallgrímur Dalberg hafði framsögu af hálfu nefndarinnar,
lagði fram greinargerð og skýrði breytingartillögur nefndar-
innar. Umræður urðu nokkrar um tillögur nefndarinnar, og
komu fram þessar breytingartillögur:
Frá Ól. B. Björnssyni o. fl. við 15. gr.
1. liður sé: Framkvæmdaráð athugar kjörbréf fulltrúa og
leggur fram tillögur til úrskurðar fundarins.
2. liður sé: Fundarstjóri kosinn.
5. liður sé: Kjörinn formaður.
Töluröð annarra liða 15. gr. breytist samkv. þessu.
Við 16 gr.:
2. málsgr. hljóði svo: Formaður setur aðalfund og gengst fyrir
kjöri fundarstjóra.
Sbr. 2. lið 15. gr.
Breytingartillögur þessar voru samþykktar samhljóða og sömu
nefndarmönnum og áður falið að starfa í nefndinni til næsta
aðalfundar.
14. Önnur mál.
A. Form. Laugarásnefndar, Kristinn Stefánsson, vakti máls á
því, að enn væri ekki lokið byggingu og undirbúningi barna-
heimilisins að Laugarási, yrði því R. K. í. enn um sinn að
vinna að því að fullgera þessa byggingu.
Tillaga kom fram um að sömu menn, er sæti áttu í nefnd-
inni s. 1. ár, starfi áfram þar til verkinu er lokið. Var sú
tillaga samþykkt í einu hljóði, og eiga þessir menn sæti í
nefndinni: Bjarni Jónsson, Kristinn Stefánsson og Óli J.
Ólason.
B. Óli J. Ólason spurðist fyrir um, hvemig tilhögun yrði um
framkvæmdir og umráð barnaheimilisins að Laugarási í
næstu framtíð.
Scheving Thorsteinsson sagði, að sökum ýmsra opinberra
styrkja til heimilisins og fl. því viðvíkjandi, yrði R. K. í.
að hafa með höndum allar framkvæmdir, er heimilið varða
í næstu framtíð.
Svohljóðandi tillaga kom fram frá Jóhanni Þorkelssyni:
„Fundurinn samþykkir að fela framkvæmdaráði að annast
samninga við Reykjavíkurdeild R. K. f. um leigu á bama-
heimilinu að Laugarási fyrir yfirstandandi sumar“.
Tillaga þessi var samþykkt samhljóða.
C. Sæmundur Stefánsson vakti máls á því, hvort ekki væri vel
76 Heilbrigt líf