Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 21

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Síða 21
21 „Hvar er allt hinsegin íþróttafólkið?“ hugsaði ég með mér í bílferðinni á Unglingalandsmótið árið 2008 í Þor- láks höfn á meðan Páll Óskar söng Þú komst við hjartað í mér í útvarpinu. Á þess um tíma var ég 14 ára gamall sam kyn hneigður, sís íþróttastrákur í skáp num sem sár vantaði fyrir myndir og að heyra jákvæða umræðu um hin segin íþróttafólk. Þess í stað heyrði ég að hommar gætu ekki verið í íþróttum og eina sýnilega hinsegin fólkið sem ég tók eftir var Páll Óskar og Vala Grand, sem eru flottar fyrirmyndir en ég átti samt erfitt með að samsama mig þeim sem hinsegin íþróttamaður. Fyrirmyndir gegna því mikilvæga hlut- verki að ryðja brautina fyrir næstu kynslóðir með því að svara spurn- ingunni: hvað gerist þegar ég kem út úr skápnum? Þegar ég kom út úr skáp num 17 ára gamall tók við algjör óvissa um hvaða viðbrögð ég myndi fá frá mínum æfingafélögum, þjálfurum og áhorfendum í stúkunni. Viðbrögðin sem ég fékk voru alls konar en heilt yfir jákvæð. Margir furðuðu sig á því að ég hefði verið hræddur við að koma út og nefndu að þau myndu styðja hinsegin iðkendur sem kæmu út úr skápnum. En því miður er það ekki staðan alls staðar og hinsegin íþróttafólk er ennþá að verða fyrir fordómum í íþróttum í dag. Málið er að þó svo að þau viti sjálf innra með sér að þau styðji hinsegin fólk veit ég það ekki. Það stendur ekki utan á þeim, þannig hvernig veit ég hvort þau gera það? Ég man rosalega vel eftir því þegar ég var að keppa í 200 m hlaupi á sama tíma og Gleðigangan var í gangi og ég ákvað að keppa í regnboga sokkum sem ég togaði eins hátt upp og ég gat. „Hvað ætli hinum kepp endunum finnist um þetta?“ hugsaði ég með mér með smá kvíðahnút í maganum á meðan ég var að stilla start blokkirnar. Á því augnabliki komu hinir strákarnir skokkandi til mín, gáfu mér knús og óskuðu mér til hamingju með daginn HVAR ER HINSEGIN ÍÞRÓTTAFÓLKIÐ? (Pride sem sagt). Þeir sögðu síðan: „En við ætlum samt að vinna þig,“ blikkuðu mig og fóru svo aftur að stilla start- blokkirnar sínar. Sýnilegur stuðningur sem þessi skiptir ótrúlega miklu máli. Regnbogatákn (nælur, fánar, límmiðar) eru einnig einföld leið til að sýna stuðn- ing og það sem ég hefði óskað að mínir þjálfarar hefðu sagt er: „Hey, krakkar, þegar iðkandi í mínum hóp kemur út úr skápnum mun ég styðja við bakið á þeim iðkanda, eins og öllum öðrum iðkendum!“ Í þessu Tímariti Hinsegin daga mun ég reyna að svara spurningunni sem 14 ára Svenni þráði að vita svarið við: „Hvar er allt hinsegin íþróttafólkið?“ Stutta svarið er að sjálfsögðu: „Úti um allt,“ og við munum nota bæði íslenskar og erlendar fyrirmyndir til að sýna fram á það! Við tókum örviðtöl við íslenskt íþróttafólk og síðan verður skoðað hvaða hinsegin íþróttastjörnur skara fram úr þessa dagana í Fyrirmynda- horni Svenna Sampsted. Sveinn Sampsted
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.