Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Side 26

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Side 26
26 Fólk tjáir kyn sitt á ýmsan hátt sem brýtur í bága við úreltar samfélagsreglur, t.a.m. með klæða- burði og líkamsbeitingu. Hér verða talin upp nokkur atriði sem er kannski minna talað um, ráð sem geta gagnast þeim sem passa ekki inn í rammann. Þó svo að umfjöllunin sé hugsuð fyrir trans fólk og sís fólk sem fellur utan kynjanormsins (e. gender non con­ forming), svo sem masc konur og femme karl menn, gilda þessi atriði alls ekki fyrir öll sem skil greina sig innan þeirra hópa. Tilgangurinn með þessum skrifum er bæði að veita fólki upp- lýsingar og hugmyndir um ýmis legt sem gæti hjálpað þeim að auka kyngleði, en ekki síður að opna umræðu sem er mörgum viðkvæm. Listinn er alls ekki tæmandi, enda ómögulegt fyrir einn mann að kunna skil á öllu sem getur ýtt undir kyngleði. Höfundur er sjálfur trans maður en leitaði til femme ráðgjafa við skrif á þeim hluta um fjöllunar innar sem þau voru öllu fróðari um. Í um fjöllun- inni koma fyrir orð sem vantar íslenska þýðingu á, því verður notast við ensk heiti. Hafir þú uppá stungur að góðum þýðingum má alltaf koma þeim á framfæri við Samtökin ‘78 sem standa reglulega fyrir hýryrðakeppnum. Binder: Binder er notaður til að fletja út bring una, yfirleitt svo það fari minna fyrir brjóst um eða þau sjáist alls ekki. Binder um svipar að vissu leyti til íþrótta brjósta haldara (sem má líka nota í sama tilgangi) en geta náð lengra niður á maga eins og hlýr abolir sem getur stundum hentað þeim betur sem eru með stór brjóst. Binderar eru úr stífu efni og þess vegna er mjög mikil- vægt að fylgja alltaf leiðbeiningum frá fram leiðanda um notkun þeirra. Al- menna reglan er að vera ekki lengur en 8 klukku stundir í binder í einu og fyrir ungt fólk er mælt með ennþá styttri tíma. Það er miki lvægt að nota binder í rétt ri stærð og halda sig frá áreynslu á meðan man er í honum nema hann sé sér stak lega hannaður fyrir íþróttir. Það er til að koma í veg fyrir að binderinn valdi skaða eða öndunarerfiðleikum. Ekki allt fólk sem notar binder gerir það vegna kynama. Þau geta líka auðveldað líkömum með brjóst að passa í föt sem hönnuð eru á karlmenn, t.d. skyrtur og jakka föt. Teip: Það er líka hægt að nota teip í sama tilgangi og binder. Það er ekki hægt að nota hvað teip sem er heldur er til sérstök gerð af teipi sem má setja á húð og er laust við eiturefni. Þrátt fyrir það geta sum fengið ofnæmis viðbrögð við teipinu. Teipið er vatns helt og hægt að hafa á sér í 3-4 daga í senn. Líkt og með binderinn þarf að lesa notkunar- leiðbeiningar vel og fylgja þeim. Teipið getur verið hent ugra en binder inn fyrir ákveðin tilefni en svo er líka ein- staklings bundið hvað hentar hverjum og einum. Það er mikilvægt að treysta ekki á Tiktok í blindni þegar kemur að notkun teips. Þau sem vantar ráð geta meðal annars haft samband við Trans Ísland og Sam tökin ‘78. Brjóstahaldarainnlegg: Brjóstahaldara innlegg geta glatt þau sem vilja vera með sýnileg brjóst. Hinn klassíski push-up brjósta haldari getur gert mikið en fólk getur líka orðið sér úti um inn legg úr sílíkoni eða svampi. Þau koma í öllum stærðum og gerðum því það er einstaklings bundið hvaða stærðir, lögun eða litir henta fólki. Það eru til lítil inn legg sem fara undir lítil brjóst til að lyfta þeim upp en svo er líka hægt að fá innlegg sem eru löguð eins og heil brjóst (e. breast forms). Þau eru í einhverjum tilfellum hægt að setja innan í brjósta haldara eða í sér staka vasa en önnur er hægt að líma á bring- una, þá einnig með lími sem er gert fyrir húð, annað getur beinlínis verið hættulegt. Tæki og tól Samantekt og texti: Kristmundur Pétursson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.