Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Qupperneq 33

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Qupperneq 33
33 S tj ör n us pe kihornið Ferð okkar í gegnum lífin og himin tung lin er eins og skóli. Við stígum skref í gegnum hvert ein asta merki og áttum okkur á hver við erum í raun. Hrútur Þemalag: Queen ­ Princess of the Universe Að lokum þurfum við öll að full orðn- ast, líka hrúturinn. Hættu að finna þér óvini og óværur og njóttu líðandi stundar, með bjór í hönd að horfa á Gleðigönguna. Heimurinn hefur upp á svo mikið að bjóða, góðan mat, góðar stundir og gott fólk. Stundum er bara allt í lagi að slaka á heima með kynlífstæki og bara njóta. Hvort sem er eitt eða fleiri. Þegar hrúturinn fullorðnast áttar hann sig á að nautnir heimsins eru margvíslegar og að með samvinnu er hægt að fá svo miklu meira áorkað, eitthvað sem þú gast ekki séð í þeim glundroða sem þú upplifðir í æsku þinni. Eins og mörg börn þá sást þú ekki skilin milli þín og annars fólks og áttir því mögulega til að særa aðra óþarflega með hrottaskap. Stundum er bara fínt að loka sam félagsmiðlunum og snerta grasið smá. Nú er tími til kominn að stíga báðum fótum á jörðina og jarðtengja sig. Leyfa sjálfri þér að byggja framtíð og feril sem þú getur verið stolt af og inn í framtíðina. Naut Þemalag: Die Antwoord ­ Rich Bitch Þú hefur mögulega notið alls þess sem nær um hverfið hefur upp á að bjóða. Þú hefur byggt þér gott heimili, keypt eitthvað Ittala-drasl sem heiminum er sama um eða safn af sultu krukkum til að drekka úr og byggt þægi lega búbblu í kringum þig þar sem þú getur hvílt með ástfólki þínu. Núna er aftur kominn tími til að sprengja þá búbblu og hleypa sjálfum þér út í lífið. Al heimur inn er nefnilega svo miklu stærri en þessir örfáu fermetrar sem þú kallar heimili. Tvíburi Þemalag: Ke$ha ­ Die Young Þú hefur ferðast víða um heiminn, daðrað við allt kvikt, og fundið að það getur verið gífurlega þreytandi að ferðast um með grímu til að fela sig á bak við. Svo þreytandi að mögulega þarftu bara að finna þér gott skjól og byggja eitthvað veraldlegt. Eitthvað sem gefur þér tækifæri til að festa rætur og kynnast þínum eigin tilfinningum betur. Finna jafnvel eitthvert kvár til að kúra upp við í hreiðri þínu. Því í hvirfilbyl lífsins hefur þú áttað þig á hversu einmana þú ert í raun. Krabbi Þemalag: Erasure ­ A Little Respect Ertu ekki þreytt á heimilislífinu og því að sjá ekki hinn stóra heim í allri sinni dýrð? Ertu ekki þreytt á að fólk líti fram hjá þér á meðan þú gerir allt sem gera þarf? Ertu ekki bara andskoti þreytt? Þú hefur verið ötul og góð í gegnum árin, áratugina ef ekki bara lífin, og það er kominn tími til að fá að njóta sviðsins. Leyfðu þér bara að taka pláss. Ef einhver á það skilið ert það þú sem hefur stritað baki brotnu á bak við tjöldin, ævi eftir ævi á meðan aðrir njóta. Þú þarft að horfast í augu við að þú berð ekki ábyrgð á öllum þeim sem þú elskar, bara sjálfri þér. Því þú átt svo miklu betra skilið. Þú átt að fara á dansgólfið og láta taka eftir þér. Þú átt skilið að vera hin skæra stjarna sem allir horfa á. Þú þarft bara að leyfa þér það. H el A da Ef þú leyfir þér að hanga í þínu ör ugga um hverfi þá munt þú rotna eins og viku gamalt samloku brauð. Sálin þarf að láta ögra sér og sækja innblástur frá alheiminum. Þú þarft að uppgötva annað fólk og aðra staði, og á endanum átta þig á hvar þú ert í heildarmyndinni. Ef þú þráast við mun enginn vilja þig nema mölflugurnar í skápnum þínum. Þú munt heldur ekki vita hver þú ert, sem er það versta. Þetta kann að hljóma grimmi lega en ég skrifa þetta því ég veit að þú hefur svo margt upp á að bjóða hinum stóra heimi. Þetta þung lyndi sem sækir að þér er í raun syst kini óttans: að þora ekki út fyrir boxið sem þú hefur byggt þér. Þess vegna er kominn tími til að segja skilið við boxið, því við erum öll dauð þreytt á helvítis boxinu. Þú ert líka sek um fullt af hálfkláruðu dóti sem liggur bak við þig eins og herbergi táningsstráks. Búið að vinna þig í gegnum meðlimaskrá Samtakanna ‘78 og mögulega særa nokkur. Það má eiginlega segja að núna sé komið að skuldadögum og þú þurfir að þrífa inni hjá þér. Úr brunarústum rísa alls konar hlutir og það sem áður var brotið verður að einhverju nýju. Það verður ekki það sama og áður en í því liggur skemmtigangan í átt að einhverju nýju og æðislegu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.