Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 34

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 34
34 Meyja Þemalag: Rolling Stones ­ Paint It, Black Þú hefur læðst eftir göngum skóla lífsins eins og lítil gráleit mús að hamstra fyrir kaldan og blautan vetur. Iðin og samviskusöm en afskipt. Ritari, gjaldkeri og allt það sem aðrir vildu ekki (takk fyrir það samt). Bak þitt er rautt og marið eftir áratugi af því að bera byrðar annarra. Hins vegar erum við öll þakklát þér og það er sú orka sem þú átt inni. Þú átt vini og vandamenn úr öllum áttum sem eru oftar en ekki reiðubúin að veita þér hjálp þegar þess þarf. Þess vegna er bara allt í lagi að leyfa þér að vera aum þegar á reynir og fá hjálp frá öðrum. Ég skal viðurkenna að ég elska meyjur og ég veit svo innilega hversu dirty little freaks þið eruð innst inni. Ég vil bara að þú leyfir þér það því hálfur bærinn er opinn fyrir því. Þú átt svo marga að- dáendur að þú gætir örugglega stofnað þína eigin OnlyFans-síðu. Btw, þú berð ekki ábyrgð á mistökum annarra og mundu að segja nei þegar þess þarf. Vog Þemalag: Katy Perry ­ Hot N Cold Guð hvað þér leiðist að vera alltaf í hlutlausum. Þú kemst hvorki aftur á bak né áfram og í staðinn hjakkar þú í sama farinu eins og gamall Skodi. Jújú, fólki þykir þú rosalega easygoing og flott manneskja. Gallinn er bara sá að þú hefur takmarkaðan tíma fyrir þig og þína nánustu. Kannski er bara kominn tími til að taka afstöðu og öskra hátt og snjallt hver þú ert. Ekki halda aftur af þér heldur bara setja mörk og sleppa fólkinu sem þú þolir ekki. Ef þú setur engin mörk munt þú fljúga um loftin eins og loftlaus vindsæng. Það bíða þín ákveðnir erfiðleikar í framtíðinni. Erfiðleikar sem munu taka á, en þegar þú kemur út hinum megin muntu vita að lífið er bara einn stór brandari og þú ert í aðalhlutverkinu. Þess vegna er gott að byrja að bíta á jaxlinn núna áður en það verður of seint. Ljónið Þemalag: Dua Lipa ­ Physical Þú hefur notið sviðsljóssins svo lengi að það hlýjar þér vart lengur. Fólk lofar þig í hástert en á sama tíma læðist að þér illur grunur um að lofsyrðin séu ekki einlæg. Þú þarft að jarðtengja þig upp á nýtt og laga til. Ekki bara í þinni glæsilegu Gucci-villu, heldur einnig í sál þinni. Þú þarft að stroka út gömul númer sem þú veist að innihalda bara fölsk loforð og halda þeim sem skipta máli. Sannir vinir eru fáir og þú þarft að finna út hver og hvar þau eru. Því eftir áratugi af hrósi og höfðingasleikjum hefur þú týnt því hver þú ert. Þú ráfar um göturnar í bjartri morgunsól og veltir fyrir þér hver þú ert í raun og veru. Þú hefur snert himininn og hann var jafn tómur og gatið sem stækkar í hjarta þínu. Eina leiðin til að græða það er með því að líta inn á við og snerta grasið. Sporðdreki Þemalag: Dermot Kennedy ­ Better Days Þetta er búin að vera löng og erfið för. Þú hefur bitið frá þér fullt af fólki, búin að brjóta ótal hjörtu og ert stundum við það að gefast upp. Hins vegar eru allir erfiðleikar tímabundnir og kannski er bara tími til kominn að sjá að sólarupprásin er handan við hornið. Því ekkert er svo slæmt að það vari að eilífu. Það er líka í gegnum erfiðleikana sem þú áttar þig á hver þú ert í raun og veru. Það eru sárin og örin sem mynda veggteppi sálarinnar. Þú hefur barist og hver einasta flenging, ástarsorg og vonbrigði hafa byggt þig upp. Hvert Bogameri Þemalag: Taylor Swift ­ Shake It Off Eins og fuglinn Fönix rís fögur, lítil diskódís upp úr djúpinu. Allt sem þú ert er tímabundin tjáning á hinum gífurlega fjölbreytileika alheimsins. Vitleysingur, hross eða bara rugludallur, það skiptir þig ekki máli því engir skápar geta læst þig inni lengi og þú veist það vel. Þú ert komin til að vera og heimurinn mun taka eftir þér. Hins vegar ertu stundum óábyrgur fuckboi. Ráfar í gegnum lífið á heppninni einni saman og svífur um eins og lauf í vindi. Jafnvel þá er lífið ekki nóg og þú sérð betra líf í hillingum eins og hross á sveppatrippi. Bara að þú gætir nýtt heppnina og allt sem þú hefur lært í gegnum árin til að byggja eitthvað sem þú elskar en þá þarftu mögulega að fókusera í meira en sekúndu. Þú munt komast þangað með heppni og þrautseigju sem þú vissir ekki að þú ættir til. Sama hvað við hin segjum þá álpast þú einhvern veginn á réttan veg eins og einhver hýr, drukkinn meistari. Steingeit Þemalag: Florence + Machine ­ King Það verða allir þreyttir á að vera kóngurinn og fyrr eða síður stígur hann til hliðar. Þú hefur völd til að beina lífi þínu hvert sem er og byggja flest allt sem þig dreymir um. Hins vegar er stjórnsemi þín slík að fátt kemur þér á óvart. Þú lítur yfir konungsveldið og sérð að dansgólfið er alltaf það sama. Eins og Alexander hinn mikli grést þú þegar þú sást að þú gast ekki sigrað fleiri heima. Glimmerið er að lokum búið. Þér er byrjað að leiðast hjólförin og þetta virðist allt vera bara eitt stórt Annars mun ég eflaust hringja í þig til að redda Outlookinu hjá mér. einasta högg sem hefur dunið á þér afhjúpar glimmerbúninginn sem þú klæðist undir svörtu latexinu. Þess vegna þarftu að létta á þér og hlæja. Horfðu upp i himininn og hlæðu eins og hýrt hross. Því ekkert léttir á sálu manns eins mikið og að hætta taka sig of alvarlega. Þú átt það inni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.