Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 37
37
HINSEGIN FÓLK
Sam kvæmt nýlegri úttekt miðilsins
Open Democracy vörðu um tuttugu
banda rískir evange lista hópar á ár unum
2007–2020 meira en 54 milljón um
doll ara í Afríku til að hafa áhrif á löggjöf
og umræðu gegn rétt indum hinsegin
fólks og rétti til þungunarr ofs. Nærri
helmingur þessarar upphæðar fór til
Úganda. En líka annað. Það er ekkert
leyndarmál að þessir hópar líta ekki á
Úganda sem endapunkt. Mark miðið
hefur alltaf verið að færa út kvíarnar og
breiða hatursfullt „fagnaðarerindið“ til
fleiri landa í Afríku.
Undanfarin ár hefur talsverður fjöldi
úgandsks hinsegin fólks flúið of sóknir
til grannlandsins í austri, Kenía, þar
sem hið laga lega umhverfi hefur verið
örlítið skárra. Nú gæti hins vegar orðið
breyting þar á og mörg búa sig raunar
undir að leggja aftur á flótta.
Áhrifa menn í ken ísku þjóð lífi fögn uðu
nefnilega fréttunum af nýju lög gjöfi nni
í Úganda.
„Til hamingju Úganda,“
skrifaði kenískur þingmaður á Twitter
þegar lögin þar voru samþykkt:
„Kenía mun fylgja ykkur í þessari
vegferð til að bjarga mannkyni.“
Drög eru þegar komin að mjög áþekku
frumvarpi í Kenía þar sem einnig liggur
dauðarefsing við „grófri samkynhneigð“.
Og í Tansaníu og Suður-Súdan segjast
þingmenn líka vera að hefjast handa.
Lík lega mun því fleira afrískt hinsegin
fólk þurfa að leggja á flótta á næstunni.
Vonandi finna þau einhvers staðar hæli.
What's Happening in Uganda?
In May of this year, the parliament of
Uganda passed one of the harshest
anti-gay legislation in modern history.
The laws include the death penalty for
so-called “aggreviated homosexuality”
and various other punishments. Queer
people in Uganda already faced many
challenges but the harsh legislation
comes not least due to the influence
of some American Evangelical
Christian organisations, who in the
early 2000s started working towards
influencing homophobic legislation in
Africa. Their main focus thus far has
been Uganda, but with the success of
the Ugandan anti-gay bill, several other
African countries are reported to be
working on similar legislation, including
Kenya, Tanzania and South Sudan.
Pride í Úganda 2014. Mynd Iain Statham.