Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 44

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 44
44 Á nöpru febrúarkvöldi einu í upp- hafi tuttug ustu aldar var haldinn grímu dansleikur á einu fínasta hóteli Berlínar borgar. Þegar fór að rökkva streymdu ball gestir að í skraut legum og íburðar miklum búningum, uppá klæddir sem sjóarar og riddarar, offí sérar og nauta banar, munkar og trúðar. Svo var dansað nætur langt undir glitrandi ljósa krónum. Úr dans salnum heyrðist „glymjandi hlátur, glamur í glösum og áhyggju laus söngur,“ eins og einn gest anna rifjaði upp síðar meir. Eitt var þó kannski óvenju legt við þennan fágaða dans leik. Þetta var í blábyrjun tuttug ustu aldar en búninga klæddu gestirnir, allir nauta banarnir og riddarar- nir í sölum lúxus hótelsins í Berlín, voru konur — hinsegin konur. Frá þessum ramm hýra dans leik segir í bókinni Þriðja kyn Berlínar sem þýski kyn fræði frömuðurinn og baráttu- maðurinn Magnus Hirschfeld gaf út 1904. („Þriðja kynið“ var hugtak sem Hirschfeld notaði á þessum tíma sem sam heiti yfir hin segin fólk, bæði samkyn hneigt og trans, fólk sem féll einhvern veginn ekki inn í stranga kynja tví hyggju þessa tíma.) Bókin er merkileg heimild, eins konar ferða bók eða leiðar vísir um líf og leik hin segin fólks í Berlín, þeirri veröld sem Hirsch- feld lifði og hrærðist í. Og þvert á það sem auðvelt er að ímynda sér um sögu og líf hin segin fólks í upphafi aldar- innar — fyrir allar Pride-göngur og alla lagalegu sigrana, fyrir alnæmis faraldur- inn og fyrir Stonewall — var þetta alls ekki ein göngu skápa samfélag. Upplifðu sína innstu drauma Vissulega mættu hinsegin fólki margar á skoranir. Þetta var á dögum keisara- veldis í Þýska landi og sam kvæmt 175. grein þýskra hegningar laga var „sam- kyn hneigt athæfi“ bannað. Tækni lega átti það aðeins við um sam ræði tveggja karl manna en lögin gerðu það að verkum að flest hinsegin fólk í Þýska- landi lifði í ótta við refsingu, fjár kúgun eða félags lega út skúfun. Engu að síður þreifst í Berlín lifandi og litríkt sam félag hin segin fólks og fólk fann sér tæki færi til að koma saman og gleðjast. Þar voru starf rækt félög og klúbbar sem efndu til dans leikja og skemmt ana eins og Hirschfeld lýsir í bók sinni. Hann segir þar frá lit rófi hinsegin sam félagsins í Berlín, frá skugga legum verka manna- knæpum þar sem karlar gjóuðu augunum laumulega til annarra karl- manna og skyndi fundum í bað húsum til elegant einka samkvæma í borgar innar fín ustu sölum, eins og kvenna dans- leiknum skraut lega á lúxus hótelinu. „Ekki ein feilnóta varpaði skugga á gleðina,“ sagði „fröken R“, heimildar- kona Hirschfelds, um dans leikinn. „Ekki þar til síðustu gestirnir stigu út í föla birtu febrúar morgunsins og yfir gáfu staðinn þar sem þær fundu, í ör fáar klukku stundir, skilnings ríkan félags- skap til að upplifa sína innstu drauma.“ Í bókinni skrifar Hirschfeld líka um gleð skap hin segin karla, þar sem gestir mættu í sínum fínustu ball kjólum með myndar leg yfirvara skegg og dönsuðu og diskú teruðu Wagner. Þar var hann að segja frá eigin reynslu en Hirschfeld sótti grimmt skemmtana líf hinsegin fólks í Berlín og mætti jaf nvel sjálfur í dragi sem „Magnúsína frænka“. Hinsegin höfuðborg heimsins Hirschfeld var ötull baráttu maður með fram djamminu. Hann tók þátt í stofnun einna fyrstu réttinda sam- taka hin segin fólks árið 1897 og gaf út ófá rit um sam kyn hneigð, kyn fræði, trans fólk og hinsegin leika. Árið 1919 stofnaði hann Kynfræða stofnun, þá fyrstu sinnar teg undar í heim inum, í stórri bygg ingu við Tier garten, þar sem hann fékk til starfa inn kirtla fræð inga, geðlækna, kven sjúkdóma lækna og fleiri sér fræð inga. Á stofnun inni var boðið upp á ráðgjöf til para og einstak linga sem glímdu við kyn ferðis leg vanda mál, ráð gjöf um getnaðar varnir og kyn- sjúkdóma, fyrir lestra og nám skeið um ýmis kynferðismál. Þangað gat hin segin fólk einnig leitað eftir margs konar heilbrigðis þjónustu, ráðgjöf og félags skap. Hirschfeld smíðaði orðin trans vestít og trans- sexúal og inn kirtla fræðingar stofn- unar hans voru með þeim fyrstu sem gerðu tilraunir með hormóna gjafir til trans fólks og skurð aðgerðir til kyn- leið réttingar. Margt hin segin fólk í dag sér eflaust heil brigðis stofnun með svo heild ræna þjónustu í hillingum. Stofnun Hirschfelds átti sinn þátt í því að eftir fyrri heims styrjöld, þegar Berlín var orðin höfuð borg Weimar-lýð veldisins, varð borgin einnig óum deilan leg hin segin höfuð borg Evrópu, ef ekki heimsins. Það var þá sem hið leynda en líflega skemmtana líf hin segin fólks sem Hirschfeld hafði lýst í bók árið 1904 sprakk út sem aldrei fyrr. Hinsegin gleði og glaumur í Berlín fyrir síðari heimsstyrjöldVera Illugadóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.