Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 64

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 64
64 Einungis 25% mæðra og 15% feðra í Póllandi samþykkja trans börn sín. Trans einstaklingar mæta köldum veru leika þar sem ofbeldi og óréttlæti er orð ið viðtekin venja. Baráttan fyrir lagalegri viður kenn­ ingu og samþykki trans einstaklinga í Póllandi Löggjöfin í Póllandi er ein mesta fyrir- staðan þegar kemur að réttindum trans fólks. Ferlið til að fá kynvitund sína lagalega viðurkennda er flókið, langt og smánarlegt. Ein stak lingum er gert að fara í gegnum íþyngjandi og niður lægjandi ferli þar sem sjálfs- virðing og sjálfsviðurkenning er mark- visst fótum troðin. Lagaleg breyting á kyn skráningu í Póllandi fer þannig fram að einstaklingur verður að fara í mál við foreldra sína til að fá skrá- ning unni breytt. Þetta er hins vegar ekki einvörðungu lagalegt vandamál heldur einnig sam félagslegt. Trans einstaklingar í Pól landi þurfa að þola daglegt ofbeldi, útilokun og höfnun. Fátt stjórn mála fólk í Póllandi hefur barist fyrir rétt indum minnihlutahópa og fyrsti opinberlega samkynhneigði stjórnmála maður inn er Robert Biedroń. Hann kom opin berlega út sem sam- kyn hneigður árið 2001 þegar hann var meðlimur í Her ferð gegn hómó fóbíu (KPH). Þetta kjarkmikla skref hans var ekki ein göngu per sónu legt heldur sendi það þau skila boð til sam félagsins að stjórnmálafólk gæti verið opið og einlægt með kyn hneigð sína. Áhrifin sem Biedroń hafði á LGBTQ+ samfélagið í Póllandi með því að koma út úr skápnum voru gríðarleg. Hann vakti von í brjósti margra og varð upp spretta innblásturs. Hann sýndi fram á að velgengni í stjórn málum væri möguleg burt séð frá kyn hneigð einstaklingsins og að umfram allt væri mikilvægt að vera sjálfum sér trúr á öllum sviðum lífsins. Árangur hans og for dæmi varð til þess að auka viður- kenningu og skilning í samfélaginu. Það er nánast ómögulegt að tengja ekki sögu hans við Harvey Milk, fyrsta opin- berlega samkynhneigða ein stak linginn sem var kjörinn til embættis í San Fran cisco, sem barðist fyrir réttindum LGBTQ+ fólks í Bandaríkjunum. Sem leiðtogi Herferðar gegn hómó fóbíu beitti Biedroń sér á ýmsan hátt gegn mis munun og fyrir auknum jöfnuði. Hann stuðlaði að fræðslu í sam félaginu og kom á fót stefnu mótunar vinnu með það að markmiði að brjóta niður staðalímyndir og auka skilning. Þessi vinna hans skilaði meiri stuðningi almennings við LGBTQ+ einstak linga ásamt því að breyta viðhorfum og stefnum í Póllandi. Brautryðjandi í jafnréttismálum og samfélagslegum breytingum Biedroń byrjaði stjórnmálaferil sinn 2011 þegar hann var kosinn borgarstjóri í Slupsk. Hann naut mikillar hylli í em bætti sínu árin 2014- 2018 fyrir fram sæknar lausnir á borð við fríar al mennings samgöngur fyrir eldri borgara og námsmenn og fyrir að ryðja úr vegi hind runum í ný- sköpun og frumkvöðlastarfsemi. Árið 2019 stofnaði Robert Biedroń stjórnmálaflokk, Wiosna (Vor), sem berst gegn misrétti og stendur vörð um mannréttindi, kynjajafnrétti og réttindi LGBTQ+ fólks. Sama ár tók Wiosna þátt í kosningum til Evrópuþingsins og hlaut eitt sæti. Í dag situr Biedroń á Evrópuþinginu. Robert Biedroń er eitt af stóru nöfn unum þegar kemur að baráttu LGBTQ+ fólks í Póllandi. Hugrekki hans, heiðar leiki og staðfesta hafa verið öðrum hvatning, bæði innan Póllands sem utan. Sem fyrsti opinberlega sam kynhneigði stjórnmálamaður Póllands hefur Biedroń lagt lóð sín á vog ar skálarnar í því að breyta sam félags gerðinni og skapa opnara og jafn ara samfélag. Árangur hans sýnir að baráttan fyrir mannréttindum og rétt látara samfélagi er möguleg og mikil væg og að styrk og staðfestu þarf til að knýja fram jákvæðar samfélags legar breytingar. Staða LGBTQ+ fólks í Póllandi hefur lengi verið umtöluð og valdið miklum deilum. Þrátt fyrir ákveðnar framfarir í mannréttindum á heimsvísu verður samfélag LGBTQ+ fólks í Póllandi enn þá fyrir fordómum og þarf að berjast fyrir tilverurétti sínum. Eitt af því sem haft hefur hvað mest áhrif á þá stöðu eru aðgerðir stjórnmálaflokks að nafni Lög og réttlæti (PiS). Síðan flokkurinn komst til valda árið 2015 hefur hann staðið fyrir innleiðingu stefnu og að- gerða sem draga úr rétt indum LGBTQ+ fólks. Stefna flokksins í mál efnum LGBTQ+ fólks hefur margoft gengið þvert á grunngildi jafn réttis og viður- kenningar. Mismunun með „LGBT­lausum svæðum“ og takmarkanir í kennslu Ein af umdeildari aðgerðum flokksins var stofnun hinna svokölluðu „LGBT- lausu svæða“. Þrátt fyrir að vera kynnt sem aðgerð til að vernda börn fyrir meintum „sam kyn hneigðum áróðri“ urðu þessi svæði vett vangur mismununar og útilokunar. Mörg lítil sam félög lýstu því yfir að þau væru „LGBT-laus svæði“ sem hafði mjög neikvæðar afleiðingar fyrir sam kyn- hneigða, tvíkynhneigða og trans fólk og stuðl aði að andúð og umburðar- leysi í garð þeirra. Önnur mjög umdeild aðgerð sem PiS stóð fyrir sneri að breytingum á mennta kerfinu. Nýjar við miðunar reglur fyrir kennara voru settar sem tak mörkuðu umræður um LGBT-tengd málefni í skólum. Þetta kom í veg fyrir að hægt væri að bjóða upp á öruggt rými fyrir LGBT-nemendur og gerði alla kennslu um fjölbreyti leika kynhneigðar og kyntjáningar mjög erfiða. Áhrif Laga og réttlætis á stöðu LGBT fólks má einnig sjá í lagabreytingum. Árið 2020 lagði flokkurinn fram frum- varp um að banna miðlun á LGBT hugmyndafræði. Frum varpið var gagnrýnt af alþjóðastofnunum og ýmsum baráttuhópum fyrir bættum mannréttindum sem litu á fram lagn- ingu þess og samþykkt sem brot á mál frelsi og hreina og klára mis munun. Stefna flokksins og aðgerðir hafa skapað andrúmsloft fullt andúðar og óþols gagnvart LGBT samfélaginu í Póllandi. Einstaklingar innan þess samfélags verða fyrir útskúfun, mis- munun og ofbeldi. Fjöldi samtaka og aðgerðasinna, þar á meðal Robert Biedroń, halda áfram barátt- unni fyrir réttindum LGBT fólks og boða hugmyndafræði jafnréttis og viðurkenningar. Höfundur: Magdalena Lukasiak HINN PÓLSKI HARVEY MILK Þýðandi: Ragnar Veigar Guðmundsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.