Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 77
77
NAM LAND –
Nánara efni fyrir fróðleiksfúsa:
Einar Þór Jónsson, Berskjaldaður, 2020.
Plágan, 2. þáttur í heimildaþáttaröðinni
Svona fólk. Leikstjóri Hrafnhildur
Gunnarsdóttir, 2019.
Jonas Gardell, Þerraðu aldrei tár án
hanska. Bækur og kvikmynd. Fyrstu
tvær bækurnar komu út á íslensku.
It’s a Sin. Bresk þáttaröð sem sýnd var
á Channel 4, 2021
120 BPM, leikin mynd um Act Up-
hreyfinguna í Frakklandi. Leikstjóri
Robin Campillo, 2017.
HIV á Íslandi í 40 ár
DV. 9. janúar 1987. Hræðsluáróður fjölmiðla
skapaði mikinn ótta meðal almennings. Sér-
staklega var mikið rætt um sundlaugar sem
mögulegan smitstað en þessi umhyggju sami
borgari hafði miklar áhyggjur af því að HIV-
smitaðir ynnu í bakaríum.
DV. 5. nóvember 1986. Eftirlit og refsistefna
eða forvarnir og fræðsla? Viðbrögðum ís-
lensks samfélags við alnæmisfaraldrinum má
gróflega skipta í tvennt. Annars vegar voru
þau sem mæltu fyrir auknu eftirliti, skráningu
og jafnvel einangrun eða fangelsun þeirra
sem greindust með HIV-smit. Hins vegar
voru þau sem töldu farsælast að mæla fyrir
forvörnum og fræðslu, til dæmis smokka-
fræðslu í skólum. Mörgum þótti tilhugsunin
um að fræða unglinga um kynlíf agaleg og
best væri að þagga málið í hel en hafa þeim
mun betra eftirlit með smituðum og þeim
sem mögulega gætu verið smituð. Eftir því
sem leið á tíunda áratuginn varð þó fræðslan
ofan á.
Morgunblaðið, 10. júlí 1983. Samanburður
við kjarnorkuvána var algengur í umræðu
um alnæmi og átti sinn þátt í að magna upp
ofsahræðslu meðal almennings.
Tíminn, 15. maí 1983. Íslenskur læknir fjallar
um alnæmi. Það viðhorf hans að alnæmi
verði ekki vandamál svo lengi sem það haldi
sig við homma og eiturlyfjanotendur var
dæmigert fyrir viðbrögð íslensks samfélags
á níunda áratugnum.
Silence=Death: Róttækir alnæmis aktívistar
í Act Up-hreyfing unni í Banda ríkjunum gerðu
bleika þrí hyrninginn, sem not aður var til að
merkja homma í útrýmingar búðum nasista,
að einkennis tákni sínu undir slag orðinu
Silence=Death. Þar var hann notaður sem
flug beitt á minning um sögu legar rætur
kerfis bundinna of sókna gegn hin segin fólki
og hvernig slíkar of sóknir þrífast best í
þögn inni. Vissu lega tók ekki nema brota brot
af þýsku þjóð inni þátt í út rýmingu gyðinga,
homma og annarra „óæskilegra“ einstak-
linga á tímum seinni heim styrjaldar innar en
stærsti hluti þjóðar innar fylgdist þögull með.
Rétt eins og meiri hluti íbúa á Vestur löndum
fylgdist þögull með homma samfélögum
veikjast og deyja. Ólíkt hinum bleika þrí-
hyrn ingi nas ismans, þar sem oddurinn
vísaði niður, vísaði þrí hyrningur alnæmis -
aktívistanna upp á við sem tákn um ein-
dreginn vilja til að lifa af og sigra. Sú notkun,
það er að vísa oddi þrí hyrningsins upp á við
til að lýsa baráttu vilja og snúa hinni döpru
minningu hans á hvolf (gera hann hin segin
í orðsins fyllstu merkingu), hefur fest í sessi
um allan heim.