Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Page 98
98
Gönguleið
Gangan leggur af stað frá Hall grímskirkju
stundvíslega kl. 14:00 og bíður ekki eftir
neinum. Gengið verður eftir Skólavörðustíg,
Bankastræti, Lækj ar götu, Fríkirkjuvegi og
endað á Skothúsvegi við Hljómskálagarðinn
þar sem taka við glæsilegir útitónleikar að
göngu lokinni.
The Pride Parade
Groups that wish to participate in the
parade must apply to Reykjavík Pride via
hinsegindagar.is/en/pride-parade. For
further infor mation about the parade,
please contact the parade managers
via infra structure@hinsegindagar.is.
The parade starts at 2 pm sharp and
goes from Hallgrímskirkja church, down
Skólavörðustígur, Bankastræti, Lækjargata
and Fríkirkjuvegur. The parade concludes at
Skothúsvegur, near Hljómskálagarður, where
an outdoor concert takes place.
Steggir og gæsir
Að gefnu tilefni minnum við á að ófiðraðir
steggir og fjaðralausar gæsir eru ekki
vel komin í Gleðigöngu Hinsegin daga. Við
göngum í þágu mannréttinda og mann-
virðingar og biðjum gæsa- og steggja partí
vinsamlega að finna sér annan vettvang.
Stags and Hens
Please note Pride is not an appropriate
venue for stag or hen parties (bachelor /
bachelorette) parties.
We’re marching for human rights and ask
that you show respect.
Hápunktur Hinsegin daga
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga.
Í henni sameinast hinsegin fjölskyldan,
ásamt stuðningsfólki, í ákalli um sýnileika,
kröfu um meiri réttindi og áminningu um
þau baráttumál sem skipta hvað mestu
máli hverju sinni. Gleðigangan dregur nafn
sitt af þeirri gleði sem við upplifum yfir
áunnum réttindum og liðsheild hinsegin
fjölskyldunnar en gangan er þó engu
minni kröfuganga þar sem barist er fyrir
hagsmunum hinsegin fólks.
Hinsegin dagar skipuleggja Gleðigönguna
en atriðin sjálf eru sprottin úr grasrótinni og
einstaklingar og hópar geta skipulagt atriði
og skráð sig til þátttöku í göngunni. Skilyrði
fyrir þátttöku er að atriðin miðli skilaboðum
sem varða veruleika hinsegin fólks á einn
eða annan hátt og að atriðið samræmist
stefnum hátíðarinnar um þátttöku og öryggi.
GLEÐIGANGAN
Reykjavík
Pride Parade
Laugardagurinn 12. ágúst kl: 14:00Saturday 12 August, at 2 pm
Frá Hallgrímskirkju
From Hallgrímskirkja Church