Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 2

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 2
Fegurð í frelsi Beauty of freedom Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík Welcome to Reykjavik Pride Enn á ný fögnum við Hinsegin dögum í Reykjavík. Yfirskrift ársins, fegurð í frelsi, er fengin að láni úr lagi Lay Low, Með hækkandi sól, sem var framlag Íslands í Eurovision í ár. Yfirskriftin vísar ekki bara til frelsisins til að hittast á ný og sameinast eftir einsemd og einangrun síðustu tveggja ára heldur einnig fegurðarinnar sem er fólgin í frjálsu, fjölbreyttu mannlífi. Frelsið hefur einmitt verið hinsegin samfélaginu hugleikið lengi en fyrir að verða þremur áratugum gengu kjarkaðir hinsegin einstaklingar einmitt frelsisgöngur um götur Reykjavíkur og kröfðust sjálfsagðra mannréttinda „í þjóðfélagi sem hatar þá”, eins og skáldið sagði. Þó að margt hafi áunnist á síðustu árum þá vitum við samt að enn í dag fær fegurðin ekki að njóta sín til fulls. Fullu frelsi hefur ekki verið náð og á hverjum degi er vegið að fegurð og frelsi hinsegin fólks, bæði hér heima og erlendis. Okkur setti hljóð í júnímánuði þegar hinsegin fólk var myrt fyrir utan skemmtistaðinn London Pub í Osló, enda er árás á eitt okkar árás á okkur öll. Á sama tíma berast ógnvænleg tíðindi af auknu áreiti og ofbeldi í garð hinsegin fólks hér á Íslandi. Þessi skýru merki um bakslag í baráttu okkar fyrir sjálfsögðum réttindum og virðingu verður að taka alvarlega og bregðast við án tafar. Áfram þarf að stoppa í göt löggjafar til verndar hinsegin fólki og efla þarf fræðslu í samfélaginu öllu til muna. Þá skipta sýnileiki, fyrirmyndir og söguskráning sköpum nú sem fyrr en þar leika Hinsegin dagar og tímarit þetta lykilhlutverk. Á Hinsegin dögum fá hinsegin saga, menning og listir, hinsegin fólk og baráttumál þess, loks að njóta sín. Þá hefur tímarit Hinsegin daga um árabil verið eina reglubundna útgáfan um hinsegin sögu og samfélag. Sögulegt gildi hvers tölublaðs er því gríðarlegt. Við tökum hlutverki okkar af ábyrgð en leggjum nú tímarit þetta og dagskrá Hinsegin daga 2022 með stolti í þínar hendur. Gleðilega Hinsegin daga! Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga Bjarndís Helga Tómasdóttir, ritstjóri tímarits Hinsegin daga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.