Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Side 5

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Side 5
Kveðja frá Elizu Jean Reid, forsetafrú Greetings from the First Lady of Iceland, Eliza Jean Reid Kæru hinsegin vinir Ég vil gjarna trúa því að Ísland sé jafnréttissamfélag þar sem öll fá að njóta sín. Samfélag sem viðurkennir takmarkanir sínar og vinnur af heilindum að því að bæta um betur. Engu að síður er það staðreynd að baráttunni fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er enn ekki lokið hér á landi. Enn þurfum við að berjast gegn fordómum og hatri og því miður er enn ekki sjálfgefið að fólk geti lifað eigin lífi án áreitis. Utan landsteinanna sjáum við uggvekjandi þróun þar sem vegið er að grundvallarmannréttindum í sumum nágrannalöndum okkar og í öðrum er beinlínis ráðist gegn tilvistarrétti hópa í hinsegin samfélaginu. Öll erum við líka slegin eftir hryðjuverkaárásina hjá nágrönnum okkar í Osló. Þessir atburðir eru hryggilegir, en hljóta líka að brýna okkur enn frekar í baráttunni. Við verðum að láta í okkur heyra og berjast fyrir réttlátu samfélagi og við verðum að tryggja að raddir allra heyrist. Ég sé ykkur. Ég stend með ykkur. Við erum ótalmörg sem styðjum við bakið á ykkur. Ég hlakka líka mikið til að taka þátt í gleðinni á Hinsegin dögum í ár, eins og alltaf, til að fagna þessu dásamlega, fjölbreytta og skemmtilega samfélagi. Baráttukveðja, Eliza Dear friends in the queer community – I like to believe that Icelandic society is an inclusive one, one that acknowledges our imperfections and works to improve them. Yet here too, the fight for the queer community to have all rights enshrined in law, to live without prejudice and hatred, to live authentically, is an ongoing struggle. Away from our shores, the recent terrorist attack in Oslo, the ongoing chipping away of fundamental rights in many other nations, and the outright efforts of many others to criminalize members of the queer community are demoralizing, but also galvanizing. We must all stand up for what is right and to make sure all voices are heard. I see you. I stand with you. I support you. So many others do too. I am looking forward to taking part in Reykjavik Pride festivities this year, as always, to celebrate this loving, diverse, and fun community. Yours in solidarity, Eliza Reid 5

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.