Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Page 19

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Page 19
með þér. Þú þarft ekki alltaf að vera sterka manneskjan og stundum er allt í lagi þótt þú sért tilfinningarík og berskjölduð. Frægir krabbar: Gunnlaugur Bragi Björnsson, Jaden Smith, Jane Lynch, Lana Wachowski MEYJA Ég var að hugsa um að segja eitthvað vont um þig, elsku meyja, en svo mundi ég eftir því að þú ert að öllum líkindum alltaf valin til að vera ritari eða gjaldkeri og hýðir þig sjálft bak við luktar dyr. Eitt sem ég veit að þú vilt ekki að aðrir viti: Þú ert í raun og veru fokking frík. Þú ert músin sem laumast meðfram veggjunum sem umlykja dansgólfið en um leið og finnur traust með annarri manneskju birtist oft einhver latex klædd skepna sem enginn bjóst við. Það er líka bara allt í lagi að vera svona villt og ég mæli eindregið með að þú temjir þér að leyfa dýrinu að ganga lausu reglulega því það er engum hollt að halda öllu þessu inni. Get ég annars fengið símanúmerið hjá þér? Þarf nefnilega einstakling til að hjálpa mér með bókhaldið. Frægar meyjur: Blu Del Barrio, Marsha P. Johnson, Vera Illugadóttir, Lady Zadude, Hörður Torfason SPORÐDREKI Þú átt svolítið erfitt í þessum heimi, það eru miklar tilfinningar sem bærast um í hjarta þínu ásamt helvíti erfiðu karma sem fær þig til að stinga alla í kringum þig sama hvort það eru vinir eða óvinir. Það eru bara ekki allir sem vilja þér illt og þú þarft að róa þig áður en þú hrekur fólk endanlega frá þér. Þú þarft bara að taka smá Netflix og tjill og fá kannski eitt naut með þykkan skráp með þér í fjörið. Jafnvel steingeit ef þú ert með einhver foreldra-issues sem þú þarft að vinna þig í gegnum og vilt vera smá bottom í sambandinu. Þú gætir jafnvel lært hitt og þetta um sjálft þig. Því innst inni ertu smá frík. Frík sem á ekkert að fela sig. Frík sem á bara að leyfa sér að vera fríkí og hafa gaman af lífinu. Frægir sporðdrekar: Jodie Foster, Anthony Rapp, RuPaul BOGAKVÁR Þið eruð glaumgosar og gleðigjafar sem eruð alltaf að horfa á það sem er handan næstu stjörnu. Engin bönd halda þér og þú ert alltaf á hreyfingu, hvort sem það er í holdsins heimi eða huga. Þú ert líka bjáni. Grade-A bjáni. Þú ert manneskjan sem flissar í jarðarförinni yfir þinni eigin hótfyndni. Þú ert bjáninn sem byrjar að hlæja að einhverju random drasli meðan þú ert að kaupa frosinn kjúkling. Því fyrir þér er lífið einhvers konar brandari sem enginn skilur nema þú. Lífið er náttúrlega bara leikbrúðusýning í anda Brúðubílsins. LJÓN Veistu, við vitum alveg að þú ert rosa fabúljös og að þú ert mögulega barnabarn bresku konungsfjölskyldunnar úr annarri vídd. Við erum bara smá þreytt á að hrósa þér því stundum er eins og það sé aldrei hægt að hrósa þér nóg. Þú ert nefnilega svolítið frekt á sviðsljósið og okkur er bara orðið frekar kalt á meðan þú situr þarna eitt og nýtur birtunnar/sviðsljóssins. Við viljum samt ekkert hrekja þig í burtu. Þegar þú keyrir áfram af fullum krafti þá ertu eins og stórstjarna á leið í gegnum vetrarbrautina. Gallinn er bara sá að það er hætta á að brenna sig ef man fer of nálægt. Þess vegna selur þú alltaf meira þegar þú temur þér aðeins meiri auðmýkt. Við erum nefnilega svolítið ginnkeypt þegar stórstirni eins og þú sýnir auðmýkt á dansgólfinu og leyfir okkur að vera með. Hefur eitthvað með hunang og býflugur að gera skilst mér, en hvað veit ég. Fræg ljón: Madonna, Gillian Anderson, Anna Paquin, Sigga Beinteins VOG Þú ert fætt pólítíkus og átt til að vera álíka leiðinlegt. Fá merki nenna að setja sig í spor annarra eins og þú, en þú vilt líta gaumgæfilega á öll mál frá öllum hliðum. Það er samt ekki sætt og á einhverjum tímapunkti þarftu að velja þér hlið og standa við hana því ef þú gerir það ekki þá munu óprúttnir aðilar nýta sér hlutleysi þitt til ills. Ef þú værir hundur, sem þú gætir verið ef þú stundar einhvers konar „puppy play”, þá værir þú Golden Retriever. Þú vilt að allir séu vinir. Þú ert svo mikið að reyna að vega salt með öllum í kringum þig sem er eiginlega ógerlegt. Kannski er bara tími kominn á smá skammt af raunveruleika og að átta sig á að lífið er hundasvæði þar sem ekki öllum kemur vel saman. Ég ætla að gefa þér smá ráð: Að reyna að gera alla ánægða og sætta alla getur gert þig rosalega litlaust og það er fátt dapurlegra en litleysi. Enda er fáninn okkar regnbogafáninn en ekki svarthvíti fáninn. Frægar vogir: Matt Bomer, Ben Wishaw, Julie Andrews, Jóhanna Sigurðardóttir, Sandra Sigurðardóttir 19

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.