Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Síða 20

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Síða 20
Þetta er náttúrlega/auðvitað ástæðan fyrir því að þú ert hin besta sál og átt allt hið besta skilið. „Consequences be damned“, enda er það framtíðarvandamál sem þú þarft ekkert að hugsa um þrátt fyrir sviðna jörð að baki þér. Mundu samt bara að hinsegin samfélagið er frekar lítið þannig að þegar þú hefur brennt allar brýr að baki þér þarftu helst að hoppa upp í næstu þotu og fara eitthvert annað. Höfundur er bogameri og neitar öllum ásökunum um brenndar brýr. Frægt bogafólk: Miley Cyrus, Britney Spears, Sarah Paulson STEINGEIT Ef það væri til blæti sem einkenndi þig þá væri það „Financial Domination”. Þú ert manneskjan sem ert með báðar fætur á jörðinni á meðan þú rukkar grimmt fyrir störf þín. Þú ert framkvæmdastjórinn í tilvistinni, eða þú telur þig í það minnsta vera það, og hikar ekki við að skipa öðrum fyrir eins og versti harðstjóri. Þér finnst gaman að siða vitleysinga og fáfróða til og jafnvel núa þeim um nasir hversu mikið þú veist, enda áttu til að vera fáránlega duglegt. Þú ert líka merkið sem er líklegast til að vera einhvers konar „Daddy” í sambandinu, sama hvers kyns þú ert, enda er engin manneskja nógu góð til að halda utan um þessa ringulreið sem samband hefur í för með sér. Ef ég ætti eitthvað ráð handa þér, sem ég veit að þú vilt ekki, þá er það að taka í faðm þér þá ringulreið sem lífið hefur upp á að bjóða og hætta að reyna að stjórna því. Ef þú vilt stjórna einhverjum þá færðu þér sub eða hund. Því lífið er köttur og enginn skipar ketti fyrir. Frægar steingeitur: Ugla Stefanía, Siggi Gunnars, Ricky Martin, Wilson Cruz VATNSBERI Þú ert bara fokking geimvera. Innst inni þráir þú eitthvað venjulegt en gallinn er að venjulegt verður bara aldrei nógu gott fyrir þig. Enda kemur þú frá plánetu þar sem kynlíf og ást eru afstæð hugtök sem „basic bros and bitches“ stunda, ekki þú. Þinn helsti styrkur er að þú ert frá annarri plánetu. Á meðan þú afneitar þeim styrk ertu alltaf að afneita hluta af sjálfi þínu. Fyrir þér er þín mannlega húð lítið annað en einhvers konar „gimp suit“ sem þú klæðist meðan þú ert fast hér. Svona eins og það að reyna að vera „mannleg vera” sé einhvers konar blæti sem þú hefur þróað með þér í gegnum aldirnar og það að vera á þessum hnetti sé lítið annað en risastórt geimveru BDSM partý. Ég satt að segja skil ykkur ekki. Þið eruð samt fínasta fólk og ef við getum uppfyllt þetta mannlega blæti, „so be it“. Mæli bara með að finna einhverja dominant manneskju til að leiða þig í reipi og þá ertu komin í gott partý. Því innst inni vitum við að þú ert bölvað bottom. Frægir vatnsberar: Adam Lambert, Portia de Rossi FISKUR Úff, fiskar. Þið eruð rosalega passívir en á sama tíma rosalega erfiðir. Því þegar straumurinn er á móti þér þá vilt þú leiðrétta strauminn frekar en að átta þig á því að mögulega hafir þú rangt fyrir þér. Svona eins og einn fiskur sem er ósáttur við hvert þjóðfélagið er að fara og þarf því að öskra eins og gamall hvítur karl á ský og bölva yfir trans fólki. Enda skilur hann ekkert af hverju restin af hjörðinni syndir fram á við á meðan hann er sáttur við einhverja 60’s heimsmynd sem aldrei var til. Ástæðan samt fyrir þessu öllu saman er að þú ert mikil tilfinningavera. Innra með þér eru sterkar tilfinningar sem þú hefur vægast sagt enga stjórn á og bærast þar þangað til þær spretta út í söng eða einhverju álíka. Sem er ástæðan fyrir að mörgum kann að líka vel við ykkur, því þessar tilfinningar eru oft uppspretta alls konar fegurðar í söng, ljóðlist og bókum. Ímyndunaraflið þitt er eins og hafið: Djúpt og seiðandi og fullt af mögnuðum hlutum. Þú verður samt að átta þig á að ímyndundaraflið er ekki allt og stundum þarftu bara að drullast til að gera húsverkin eins og við hin. Frægir fiskar: Páll Óskar, Elliot Page, Ruby Rose 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.