Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 30
Helgi Þór: Nei. Svona … herrar, eins og
pabbi þinn. Maður heldur að þeir séu
siðblindir eða eitthvað en þeir eru
bara latir og tillitslausir. Ekkert illir.
Þeir kannski ætla að kaupa gjöf á
sumardaginn fyrsta en finnst verð á
leikföngum svo fáránlega hátt. Þannig
að þeir ákveða að smíða eitthvað en
svo nenna þeir því ekki. Nenna ekki að
finna einhverja spýtu. Svo með
samviskubit þegar þeir eru þunnir.
Eftir að búið var að leggja ofangreint
heimilishald í rúst lá leið Tyrfings í
líkbrennslu og bakarí í sama bæjarfélagi.
Helgi Þór rofnar er grískur harmleikur
með skandinavísku yfirbragði, leikstjóri
sýningarinnar var Stefán Jónsson. Við
sögu koma kjúklingur í örbylgjuofni,
jarðarfarir, bakari sem harðneitar að
afgreiða súrdeigskjaftæði ofan í freka
stelpuskjátu og auðvitað Helgi Þór sjálfur
sem á erfitt með að finna sinn stað í
lífinu. Tyrfingur leitaði aftur í myndlistina
að innblæstri en í þetta sinn voru það
verk Egons Schiele sem lituðu textann.
Persónur verksins eru hverdagslegar en
umfjöllunarefnið er það ekki. Hér á
ferðinni leikrit um líf og dauða,
fyrirgefningu syndanna og eilíft líf. Getur
manneskja storkað örlögunum eða er
hún fyrirfram dæmd? Eru spádómar hinn
heilagi sannleikur eða framköllum við
óafvitandi það sem fyrir var spáð?
Harmleikur hversdagsins og leiðindi
daglegs amsturs hafa sjaldan verið
epískari. Fyrir Helgi Þór rofnar hlaut
Tyrfingur Grímuverðlaunin fyrir besta
leikrit ársins og Bureau des Lectures sem
er kynningarstofa franska
þjóðleikhússins, Comédie-Française,
valdi það á lista yfir eftirtektarverðustu
leikrit ársins 2021.
Sjö ævintýri um skömm
Amma Malla: Akranes! Það eina Nes í
þessum heimi sem skiptir einhverju
máli er mæjónes.
Sjö ævintýri um skömm er nýjasta leikrit
Tyrfings, hans stærsta hingað til og það
fyrsta af verkum hans sem frumsýnt er á
stóru sviði. Reyndar er þetta líka í fyrsta
sinn sem leikrit eftir hann ratar á fjalir
Þjóðleikhússins. Stefán Jónsson heldur
hér sem fyrr um leikstjórnartaumana og
leikhópinn skipa sum af fremstu
leikurum þjóðarinnar: Ilmur
Kristjánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir,
Eggert Þorleifsson og Kristbjörg Kjeld,
sem auðvitað stelur senunni sem sú
áleitna og raka kanamella Fanney. Í þetta
sinn leitar Tyrfingur í minningasjóð
fjölskyldu sinnar en föðuramma hans,
amma Malla, birtist hér sem ein af
aðalpersónunum. Eitt af mínum
uppáhalds ævintýrum í sýningunni fyrir
utan „Dauði heimilislæknisins úr skömm
og aðkoma Ingu Briem konu hans að því
máli öllu saman“ er ævintýrið „Bók um
kúk“ sem gerist í brúðkaupi.
Lögreglukonan Agla situr til borðs með
kærustunni sinni, dýralöggunni og
leikkonunni Hönnu, og foreldrum sínum.
Á yfirborðinu virðist allt eðlilegt nema
hvað Friðgeir, faðir Öglu, malar látlaust
um væntanlega bók sína sem fjallar um
ólíkar tegundir af dýrakúk, með myndum
auðvitað. En undir niðri krauma átök sem
birtast aðallega í gegnum móður Öglu,
lögreglustjórann Eddu, leikin af Steinunni
Ólínu. Atriðið hverfist um það sem er ekki
sagt og hvernig hlutir eru sagðir –
bardagasena þar sem vopnin eru orð og
myndir á Instagram.
Hafðu það hinsegin / Keep It Gay
Roger: Theatre‘s so obsessed / With
dramas so depressed / It‘s hard to sell
a ticket on Broadway / Shows should
be more pretty / Shows should be
more witty / Shows should more more
… / What‘s the word?
Leo: Gay?
Roger: Exactly!
Á YouTube má finna myndbrot úr
kvikmyndinni The Producers, söngleikinn
sem Mel Brooks skrifaði upp úr sínu eigin
kvikmyndahandriti. Myndbrotið heitir því
ágæta nafni Keep It Gay – The Producers
og núverandi tölur sýna að horft hefur
verið 364.000 sinnum á myndskeiðið.
Gróflega má ætla að við Tyrfingur séum
sameiginlega ábyrg fyrir 50 þúsundum
þeirra. Mín tilgáta er sú að þessi tiltekna
sena leynist í nánast öllum leikritum
Tyrfings. Smekkleysa, sviðslistahommar
og Village People í bland við leiftrandi
texta og hárbeittan húmor. Leikritin
hans snúa upp á hvað það er að vera
hinsegin, fagna fólkinu á jaðrinum og
gagnrýna það í senn. Leikhús á nefnilega
að vera skemmtilegt og hinsegin þótt
það fjalli um alvarleg málefni, hvort sem
um er að ræða innrás Hitlers í Pólland
eða hversdagslegan fjölskylduharmleik
í Kópavogi. Roger Elizabeth DeBris veit
nefnilega nákvæmlega hvað hann syngur
í laginu: „Keep it happy, keep it snappy,
keep it gay!“, - og það gerir Tyrfingur líka!
“... Where old gays come to die”
Tyrfingur Tyrfingsson, playwright and
persona
Sigríður Jónsdóttir writes about her friend
and colleague Tyrfingur Tyrfingsson,
who in 2022 was awarded the Icelandic
performing arts award Gríman for his
newest play, and chronicles his works for
the last 10 years. Tyrfingur’s plays tend
to shock and to awaken people, move
them to reevaluate their lives and values,
and to laugh and cry. Tyrfingur writes
about people on the fringes of society: his
characters tend to be weak, flawed, and
often queer. Tyrfingur’s plays contend with
what it means to be queer as they celebrate
and criticize people on the margins.
30