Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Síða 36
Því miður var persóna Rosie einkar
ólánleg, þunglynd og drykkfelld, og
skilaboðin því enn að það borgar sig að
vera vel femme í heimi glamúrlesbíanna
í LA.
Breska ljóðskáldið Joelle Taylor talaði
um butch út frá eigin reynslu sem slík
í samnefndum útvarpsþætti á BBC
vorið 2020. Hún fór með hlustendur
í fataskápinn sinn, uppfullan af
jakkafötum og bindum — föt sem hún
kallaði „vopnin sín“. „Hluti af því að vera
butch er að vilja komast hjá athygli
karlmanna, að fela varnarleysi. „Þegar ég
geng í jakkafötum líður mér eins og ég
sé með handlegg annars butch á öxlinni,“
sagði Taylor. Tilefni þáttarins var einmitt
það sem hún kallar „butch-hvarfið“, að
butch-konur og butch-menning sé aftur
að hverfa úr samfélagi hinsegin fólks.
Allavega séu þær ekki sérlega sýnilegar.
Hluti af ástæðunni er auðvitað að ungt
hinsegin fólk í dag hefur fleiri möguleika
og fleiri orð til að skilgreina sig og
sína. Einn ungur viðmælandi Taylor í
þættinum sagðist vera kynsegin (e. non-
binary) en sagðist líklega hafa skilgreint
sig sem butch fyrir tuttugu árum. Orðið
butch hafi þannig mögulega yfir sér
gamaldags blæ í augum yngri kynslóða.
Butch er ekki blótsyrði
Það er sömuleiðis sorglega algeng
fullyrðing fordómafullra andstæðinga
trans fólks að butch-lesbíur og
„karlmannlegar konur“ séu að hverfa
af sjónarsviði hinsegin samfélagsins
þar sem allar konur með óhefðbundna
kyntjáningu sé ýtt út í kynleiðréttingu og
að skilgreina sig sem karlmenn.
Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en
þvættingur. Ekki er hægt annað en að
fagna því að fólk hafi nú til dags fleiri
tækifæri til að lifa í sínu sanna sjálfi.
Saga butch og trans fólks hefur svo
ætíð verið nátengd og mörkin þar
á milli oft fljótandi. Alltaf hafa verið
til þær butch-týpur sem hafa notað
fornöfn í karlkyni, og svo framvegis.
Þetta er einnig leiðarstef í Stone
Butch Blues — söguhetjan Jess fer í
kynleiðréttingu og lifir um hríð sem
karlmaður en finnur sig að lokum sem
kynsegin.
En er butch gamaldags og butch-
konur að hverfa? Það er ekki upplifun
mín að minnsta kosti. Þótt vissulega
séu til ótal aðrar leiðir fyrir hinsegin
fólk að tala um sjálft sig í dag lifir þetta
hugtak og þessi menning. Úti í heimi
eru haldin butch-kvöld á klúbbum og
Par úti á lífinu í New York, 1941.
36